Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 46
26 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is JOHN STUART MILL LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1873. „Ég hef lært að nálgast hamingjuna með því að draga úr þörfum frekar en að reyna að fullnægja þeim.“ John Stuart Mill var frjáls- lyndur breskur heimspeking- ur og einn frægasti málsvari nytjastefnu. Hann ritaði Frels- ið árið 1859 og Um kúgun kvenna árið 1869. Barnavöruverslunin Fífa fagnaði þrjá- tíu ára afmæli í fyrra en afmælishald- inu var slegið á frest þegar kreppan skall á. Nú hafa eigendurnir, systurn- ar Dagmar og Ásdís Pétursdætur og móðir þeirra, Anna Sigríður Einars- dóttir, tekið upp þráðinn á ný og halda fjögurra daga afmælishátíð. Hún hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Blaðamaður náði tali af Dagmar þar sem hún var stödd í útvarpsstúdíói ásamt börnum sínum tveimur, systur sinni og börnum hennar þremur. Börn- in höfðu þá nýlokið við að syngja inn afmælissönginn sem mun svo hljóma í útvarpsauglýsingu verslunarinnar. Barnalán þeirra systra varð einmitt til þess að þær ákváðu árið 2006 að kaupa Fífu. „Okkur langaði til að gera eitthvað saman og þar sem við erum báðar ríkar af börnum og höfðum lifað mikið og hrærst í kringum þau lá þetta beint við. Við keyptum versl- unina ásamt móður okkar af hjónun- um Þórunni Sigurðardóttur og Magn- úsi Ólafssyni sem höfðu rekið hana frá árinu 1984. Þetta er fjölskyldufyrir- tæki með áherslu á persónulega þjón- ustu,“ segir Dagmar. Þær mæðgur láta ekki deigan síga í kreppunni enda fæðast börn í kreppum líkt og endranær. „Það gengur í raun vonum framar hjá okkur enda vorum við ákveðnar í að fara ekki í vörn held- ur í sókn. Við erum duglegar að panta vörur og eigum nóg til en það hefur gefið góða raun.“ Fífa er umboðsaðili fyrir þekkt vöru- merki eins og Brio, Simo, Maxi-Cosi, Quinny, Baby Björn og Stokke en þau merki kunna margir að meta. „Síðan höfum við svo gaman af þessu og förum glaðar í vinnuna á hverjum degi. Það er líka mjög ánægjulegt að fylgjast með öllum óléttu konunum og foreldr- unum sem til okkar koma. Oft getum við miðlað af okkar eigin reynslu, sem er mjög gefandi.“ Í tilefni afmælisins hafa mæðgurn- ar opnað nýja heimasíðu, breytt merki verslunarinnar og eflt vefverslunina til muna. „Þá erum við með fullt af af- mælistilboðum og ýmsum uppákom- um alla dagana. Við fáum til okkar brjóstagjafarráðgjafa sem verður með ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður, kynn- ingu á mömmu- og meðgönguleikfimi frá Fullfrísk, sjúkraþjálfara sem veit- ir ráðgjöf um hreyfiþroska barna og leiðbeinir foreldrum um líkamsbeit- ingu við umönnun, töframann, happa- drætti, blöðrur og fleira.“ Nánari upplýsingar má finna á www. fifa.is en verslunin er til húsa að Bílds- höfða 20. vera@frettabladid.is FÍFA: FAGNAR 30 ÁRA AFMÆLI MEÐ FJÖGURRA DAGA AFMÆLISHÁTÍÐ Glaðar í vinnuna á hverjum degi ÁVALLT Á KAFI Í BARNASTÚSSI Systurnar umkringdar Doomoo-vörum sem eru afar vinsælar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Hermannsson frá Flatey á Skjálfanda, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9. maí kl. 13.00. Sigrún Ragnarsdóttir Gestur Gunnarsson Helga Ragnarsdóttir Kristinn Guðni Hrólfsson Hermann Ragnarsson Dómhildur Antonsdóttir Erla Ragnarsdóttir Ómar Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Sigríður Þórólfsdóttir dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Háholti 31, Akranesi, lést aðfaranótt 5. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Þórólfur Ævar Sigurðsson Kristín Eyjólfsdóttir Guðjón Heimir Sigurðsson Valgerður Bragadóttir Halldór Bragi Sigurðsson Sigurlaug Brynjólfsdóttir Guðrún Agnes Sigurðardóttir Tryggvi Ásgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Finnbogason frá Lágafelli, Gilsbakka 2, Hvolsvelli, lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli þriðjudaginn 5. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Hermannsdóttir Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur, Jón Hallsson Silfrastöðum í Skagafirði, sem lést mánudaginn 27. apríl sl. verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Ólafur Íshólm Jónsson Erla Gunnlaugsdóttir Auður Inga Ólafsdóttir Guðlaugur Stefánsson Ásdís Íshólm Ólafsdóttir Ólafur Gunnar Pétursson Dagný Björk Ólafsdóttir Gunnar Bragi Þorsteinsson Elfa Íshólm Ólafsdóttir Halldór Halldórsson Harpa Íshólm Ólafsdóttir Gissur Kolbeinsson og barnabarnabörn. Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Helga Jóhannesdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigfús Þórðarson fv. bankastarfsmaður á Selfossi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erla Sigurjónsdóttir Kristín Sigfúsdóttir Yngvi Karl Jónsson Anna Þórný Sigfúsdóttir Stefán Þorleifsson Þórarinn Sigfússon og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móðursystur, Ingibjargar Björnsdóttur ljósmóður, Víðihlíð, Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun. Guð veri með ykkur öllum. Aðalheiður Ingibjörg Mikaelsdóttir Rósa Björg Andrésdóttir MERKISATBURÐIR 1636 Heklueldur kemur upp. 1860 Kötlugos hefst. Þetta er með minni gosum og verður lítið tjón. 1933 Mohandas Gandhi hefur þriggja vikna hungurverk- fall til þess að mótmæla kúgun Breta í Indlandi. 1945 Síðari heimsstyrjöldinni lýkur með uppgjöf Þjóð- verja. 1948 Tröllafoss kemur til lands- ins. Hann er þá stærsta skip sem Íslendingar hafa eignast. 1979 Félag frjálshyggjumanna er stofnað á Íslandi. 1996 Stjórnarskrá Suður-Afr- íku tekur gildi. Hún þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víð- tæk réttindi og valddreif- ingu. Þennan dag árið 1970 kom Let It Be út, þrettánda og síðasta breiðskífa Bítlanna, en það var eftir að hljómsveitin hafði lagt upp laupana. Vinna við plötuna hófst í janúar 1969 og var ætlun Bítlanna upphaflega að láta eina töku nægja fyrir hvert lag og sleppa öllum yfirtökum. Æfingarnar og upptökurnar voru kvikmyndaðar og þar á meðal síðustu tón- leikar Bítlanna, á þaki Apple-byggingarinn- ar. Efnið var síðan notað í heimildarmynd um gerð plötunnar. Í mars 1970 voru upptökurnar fengnar bandaríska upptökustjóranum Phil Spector, sem bætti hljóðfæraleik við nokkrar þeirra, en ekki voru allir á eitt sáttir með útkomuna. Árið 2003 kom platan Let It Be... Naked út og var markmiðið með þeirri útgáfu að gefa lögin út eins og ætlunin var í upphafi. ÞETTA GERÐIST: 8. MAÍ ÁRIÐ 1970 Síðasta breiðskífa Bítlanna kom út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.