Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 52

Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 52
32 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Akureyri International Music Festival, eða AIM Festival, verð- ur haldin í fjórða sinn um hvíta- sunnuhelgina (28.-31. maí). Á meðal þeirra sem koma fram eru: Bob Mintzer og Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Akureyr- ar, Megas, Retro Stefson, Hjálm- ar og Mótettukór Hallgríms- kirkju. Einnig verður boðið upp á hljómsveitarkeppni fyrir ungar norðlenskar hljómsveitir sem fer fram 21. maí í Húsinu. Miðasala á hátíðina hefst á Midi.is 13. maí. AIM-hátíð í þriðja sinn HJÁLMAR Spila á AIM-hátíðinni. Stórleikararnir Robert De Niro og Edward Norton hafa tekið að sér aðalhlutverkin í sálfræði- tryllinum Stone. Myndin fjall- ar um flókið samband eftirlits- fulltrúa (De Niro) og manns sem hefur verið dæmdur fyrir íkveikju (Norton). Leikstjóri verð- ur John Curran, sem starfaði með Norton við mynd- ina The Paint- ed Veil. De Niro og Norton léku aftur á móti síð- ast saman í myndinni The Score sem kom út 2001. De Niro á móti Norton ROBERT DE NIRO Solange Knowles er enn ekki þekkt nafn í tónlistarheiminum enda stend- ur hún óneitanlega í skugganum af stóru systur sinni, sjálfri Beyoncé. En Solange hyggst feta rækilega í fótspor Beyoncé og hefur verið á tón- leikaferðalagi um Evrópu. Þótt ótrúlegt megi virðast vill Solange þótt ekki vera næsta Beyoncé heldur lýsti söng- konan unga því yfir að hún vildi vera næsta Björk. „Já, ég vil verða svona svört Björk,“ sagði Solange í samtali við evrópska blaðamenn. Og til þess að fylgja þess- um yfirlýsingum eftir tók Solange It‘s Oh So Quiet í útgáfu Bjarkar á tónleikum í Belgíu. Reyndar verð- ur að taka fram að Björk tók lagið upp eftir Betty Hutton. Uppátæki Solange fékk víst lítinn hljómgrunn hjá þúsundum Bjarkar-aðdáenda sem eru víst alveg brjál- aðir að sögn vefsíðunnar RightTV.com. Hins vegar er hægt að heyra flutn- ing Solange á YouTube. com en lítið hefur heyrst af viðbrögðum Bjark- ar sjálfrar. Blaðamað- ur RightTV segir þó að þau yrðu eflaust svipuð og þegar Björk danglaði í blaðakonu á flugvelli í Bangkok. - fgg Systir Beyoncé vill verða svört Björk VILL VERÐA BJÖRK Solange Know- les hefur engan hug á að líkjast systur sinni, Beyoncé, heldur kýs frekar að líta upp til Bjarkar. ENGIN VIÐBRÖGÐ Björk hefur ekkert látið hafa eftir sér vegna flutnings Solange á laginu It‘s Oh So Quiet. Sjónvarpskokkurinn kjaftfori, Gordon Ramsay, ræddi um át sitt á lundahjarta hér á landi við spjallþáttastjórnand- ann David Letterman fyrir skömmu. Þetta óvenjulega uppátæki Ramsays vakti mikla athygli á síðasta ári þegar það var sýnt í þætti hans The F Word á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Atrið- ið var tekið upp í Vestmannaeyjum þar sem Ramsay veiddi lunda eftir að hafa fengið til þess tilskilin leyfi. „Þegar þetta litla hjarta sló í lófa mínum hugsaði ég með mér: „Hvað á ég eiginlega að gera? Á ég að haga mér eins og skræfa eða láta slag standa?“,“ sagði kokkur- inn við Letterman, sem var nán- ast kjaftstopp. „Ég borðaði það en þá festist það í hálsinum á mér og hélt áfram að slá. Þetta fékk dálítið hörð viðbrögð heima í Bretlandi,“ bætti hann við. Það má með sanni segja því kvörtunum rigndi yfir Chann- el 4-stöðina eftir að þátturinn var sýndur. Ekki þótti þó ástæða til að áminna Ramsay eða stöðina fyrir athæf- ið því engar reglur voru brotnar að mati eftirlitsaðila. Sagði Letterman frá lundaáti GORDON RAMSAY Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay borðaði hjarta úr lunda þegar hann heimsótti Vestmannaeyjar. DAVID LETTERMAN Spjall- þáttastjórnandinn þekkti hafði mikinn áhuga á lundaáti Ramsays. > SYRGIR KONU SÍNA Bandaríski leikarinn Stanley Tucci syrg- ir eiginkonu sína Kate sem lést í síð- ustu viku eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Kate og Stanley voru gift í fjórtán ár og eignuðust tví- bura, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband árið 1996, og dóttir- ina Camillu. Þetta kemur fram í New York Post. „Eiginkona mín var einstök manneskja sem sýndi okkur hvað mikilfengleg- ur styrkur er,“ segir í yfirlýsingu sem Tucci sendi frá sér. Við erum 6 ára! Afmælistilboð og skemmtileg stemming og þér er boðið : )

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.