Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 58

Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 58
38 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI „Sigurður er ákaflega hæfur þjálfari og myndi sóma sér vel í Vesturbænum. Hann er eini Íslendingurinn sem kemur til greina í starfið. Það þola líka ekki allir pressuna í Vesturbæn- um en Sigurður myndi þola hana,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar KR, um Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur og landsliðsins. Böðvar staðfesti að hafa átt óformlegar viðræður við Sigurð um að taka við karlaliði félagsins af Benedikt Guðmundssyni. Sigurður er enn samningsbund- inn Keflavík en neitaði því ekki að hann gæti fengið sig lausan. „Ég hef aðeins rætt við KR- ingana en það var ekkert form- legt. Ég er enn samningsbund- inn Keflavík og ekkert annað sem stendur í stöðunni en að ég verði áfram með liðið,“ sagði Sigurður dulur en hefur hann áhuga á að þjálfa KR? „Ég er náttúrlega bara þjálf- ari og hef gaman af því að þjálfa, hvar sem það er. Það kíkja allir í kringum sig og ég hef gert það áður. Samt hef ég alltaf komist að þeirri niðurstöðu að vera áfram í Keflavík,“ sagði Sigurður, en getur hann lýst því yfir afdráttarlaust að hann verði áfram í Keflavík? „Það er ekkert öruggt í þessum bransa,“ sagði Sigurður Ingimund- arson að lokum. - hbg KR-ingar vilja fá Sigurð til að leysa Benedikt af hólmi: Ekkert öruggt í bransanum Í DHL-HÖLLINNI Sigurður Ingimundarson sést hér á hliðarlínunni með Keflavík gegn KR. Þetta gæti orðið hans heimavöllur næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason er allur að koma til eftir erfið meiðsli og byrjar að spila með varaliði Helsingborg í Svíþjóð í næstu viku. Hann sleit krossband í hægra hné í september síðastliðnum og hann gerði slíkt hið sama vinstra megin árið 2005. Þá var hann frá í tíu mánuði en nú fer hann af stað sjö mánuðum eftir aðgerð- ina. „Ég hef verið að æfa undan- farnar fjórar vikur en verið hálf- gert súkkulaði á æfingum. En nú í vikunni fékk ég grænt ljós frá læknum liðsins að ég mætti beita mér að fullu aftur,“ sagði Ólafur Ingi. „Ég spila með varaliðinu til að byrja með og svo munum við sjá til. Ég tel það bónus ef ég næ leik með aðalliðinu áður en deildin fer í frí í júní næstkomandi.“ Ítarlegt viðtal við Ólaf Inga má finna á Vísi.is. - esá Ólafur Ingi Skúlason: Spilar aftur í næstu viku ÓLAFUR INGI Er að komast á lappir á nýjan leik. FÓTBOLTI Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hrósaði John Terry, fyrirliða Chelsea, eftir leik lið- anna í meistaradeildinni í gær. Viðbrögð leikmanna Chelsea við dómgæslunni í gær hafa verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum í dag þar sem Didier Drogba hefur fengið mest pláss eftir glórulausa hegðun sína eftir leikinn. Minna hefur þó farið fyrir því sem fyrirliðinn John Terry gerði eftir leikinn, en hann gerði sér ferð inn í búningsklefa Barcelona þegar honum rann reiðin og tók í hönd allra leikmanna og þjálfara spænska liðsins. „Ég vil þakka John Terry fyrir að koma inn í klefann hjá okkur og óska okkur til hamingju. Hann er sannur heiðursmaður,“ sagði Guardiola. Barcelona-mennirnir klöppuðu fyrir Terry þegar hann fór út úr klefanum. - bb Þjálfari Barca um John Terry: Hann er heiðursmaður JOHN TERRY Sýndi að hann er drengur góður eftir leikinn gegn Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.