Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 12

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 12
12 SKINFAXl ælíð Jiafa ungmennafélögin verið þar brautryðjend- ur. Svo er ástalt um hina frægu laug Svarfdæla, og laugina við Reykjaskóla í Hrútafirði. Þá starfa ung- mennafélög í Dalasýslu við að gera glæsilega laug á bæ Guðrúnar Ósvífursdóttur. í Borgarfiifði eru ungmennafélögin að liyggja sundlaugar á fjórum stöðum, og ein þeirra verður liin dýrasta og vand- aðasta sundlaug hér á landi, næst á eftir ])eirri, sem nú cr í smíðum liér i höfuðstaðnum. Hér er ekki að þessu sinni staður og stund til að rekja nákvæmlega hina margþættu atliafnasögu ung- mennafélaganna. En ég vit nefna eitt dæmi, sem sýn- ir í einu styrk og veikar hliðar þessarar hreyfingar, Ungmennafélögin vildn rækta landið, græða skóg, og glæða íþróttir og líkamslireysti. Félögin hér i Reykja- vik fengu hjá bæjarstjórninni land fyrir skíðabraut jiorðan í Öskjuhlíðinni. Og unga fólkið lagði á sig aukavinnu, eftir að skrifstofum og búðum var lokað, til að koma ])essu i framkvæmd. Fjöldi af ungum mönnum og ungum stúlkum unnu að grjótvinnu ])ess- ari, mánuð eflir mánuð, með þeirri starfsgleði, sem er sprotlin af einlægum fórnarvilja. Um kaup var ekki að tala, Iieldur um hitt, að ryðja urðina, hlaða stci'ka garða báðum megin, græða túnrönd niður hliðina og gcra sléltan völl fyrir neðan. Norskar greni- og furu- plöntur voru gróðurseltar undir hinum háu görðum. Þær vildu ekki vaxa. Staðurinn var þeim ekki sérlega heppilegur. Snjórinn kom ekki nógur í brekkuna. Verkið varð ónýtt i þeim skilningi, sem til þess var stofnað. En andi verksins lifði. Unga fólkið, sem vann að þessu verki, hefir síðan dreifzl út um allt land i margháttaðar lífsstöður. En ])að hefir horið með sér inn i slörf kaupsýslumanna, iðjuhölda, bænda, kenn- ara, rithöfunda, skipstjóra og ekki sizl húsmæðra, nokkuð af þeim eldi, sem brann í sál þeirrar æsku, sem vann grjédvinnuna i Öskjuhlíð fyrir ekkert kaup,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.