Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 18
18
SKINFAXI
Kveðjur
frá forystumönnurn samvekrafélaga vorra.
I.
Þegar ég minnist ungmennafélags-hreyfingarinnar
liér á landi, kemur mér fyrst og fremst í hug hin mikla
þýðing hennar fyrir verndun móðurmálsins. Málhreins-
un hefir verið, og er, mjög nauðsynlegur þáttur í upp-
eldi þjóðarinnar, og ekki sizt í kaupstöðum, þar sem
erlendir menn dvetja oft langvistum, án þess að læra
málið. Sumir þeirra bera það að vísu við, en læra það
ekki til hlítar. En það hefir þau áhrif, að málið verð-
ur bjagað, og margir taka sér að óþörfu erlend orð
í munn.
En fyrstu kynni mín af ungmennafélags-hreyfing-
unni voru þó ekki málhreinsunar-starf þeirra, heldur
íþróttastarfið. Ungmennafélögin vildu vekja og glæða
áhuga hjá æskulýðnum á allskonar likams-íþróttum;
og ágætlega var af stað farið. Jóhannes glímukappi
Jósefsson beitti sér aðallega fyrir ísl. glimuna, og varð
mikið ágengt, eins og við öll vitum. Hann var um
skeið glimukappi íslands og færasti iþróttamaður vor.
Fór liann í víking til annarra landa, og gat sér livar-
vetna frægðarorð, fyrir iþrótta-kunnáttu sína og glimu-
snilld. — En Lárus J. Rist, fimleikakennari, synti yfir
þveran Eyjafjörð, frá Oddeyrartanga, árið 1907, og
þótti það prýðilega gert. — Þessi myndarlega íþrótta-
vakning ungmennafélaganna hleypti nýju fjöri í
íþrótta-félögin, sem þá voru hér í höfuðstaðnum, og
ný félög voru stofnsett i ýmsum sérgreinum iþrótta.
Skömmu siðar var stofnað íþróttasamband íslands
(1912), og þar með hefst skipulagsleg samvinna i
iþróttunum um land allt. í. S. í. hefir gefið út ýmsar
iþróttabækur, eins og Glimubókina, Sundbókina, Knatt-