Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 25

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 25
SKINFAXI 25 íaka upp aftur. Öllum örnefnum landsins ætlar hann að hóa saman í einn lióp. (Það verður lagleg hjörð). Heimilisiðnaðinn, hálfdauðan og horkrangalegan, er hann líka eitthvað að bjástra við. Feginn vill hann stugga við öllu erlendu tízkutildri. Þjóðlega bragar- liætti er honum einkar vel við og tekur vist fram yfir aðra. A. m. k. tclur hann vini mínum, Jdhannesi úr Kötlum, það liclzt lil giltlis, að liann skuli hafa orl svo mikið undir rímnalögum, og vill hann víst fyrir hragðið slá eign sinnni á liann með liúð og hári. — En svo að þú stingir nú ekki öllum þessum sneiðum í þinn vasa, þá get eg hætt þvi við, þér til huggun- ar, að blaðið hefir kastað ellihelg siðan þú tókst við því. Áður fyrr leit það úl fyrir að vera skrifað af sjötugum mönnum, en lætur nærri, að fimmtugir menn móti nú stefnuna. Betur má þó, ef duga skal! En æskan — lum kærir sig víst sorglega lítið um þetta dót, sem Skinfaxi er að hjástra við. Ungt fólk er liætt að lesa fornsögurnar. Það er voðalegt, en samt er það satt! Allir vissu nú, hvernig það tókst til iiérna um árið, þegar þeir Tryggvi Magnússon, Jóhannes úr Kötlum, Sigurður Greipsson og fleiri andans stórmenni ætluðu að fara að troða litklæð- um upp á íslenzka æskumenn. Uppskeran al' því starfi, sázl hærilega á Þingvöllum i sumar. ög heim- ilisiðnaðurinn. Heimsæturnar kunna ekki að spinna — gott ef þær kunna að prjóna — og þær eru ekki minnstu vitund betri, sem eru i U. M. F. Þá er það blessuð tizkan. Þar eru nú vesalings ungmennafélög- in í verstri klípunni. Það er ekki gotl að þjóna hæði guði og Mammoni, og „andinn er að sönnu reiðubú- inn, en holdið er veikt“. Og það virðist þó heldur vera útlit fyrir, að holdið fái að ráða töluvert fvrir æskunni í þessu efni, eins og svo víða endranær. En liver vill kasta fyrsta steininum? — Og ferskeytl- urnar hans Jóhannesar mins úr Kötlum, sem Skin-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.