Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1931, Síða 34

Skinfaxi - 01.01.1931, Síða 34
34 SKINFAXI og sízt þjóðernislega grundvellinum. Eg byggi þetta á langri reynslu. Þú kvartar um deyfð i félagi þínu, og mun það þó laust vera við þjóðlega meinbugi! Eg nenni ekki að elta ólar við þig um einstök starfs- mál vor, þau er þú nefnir í sambandi við Skinfaxa. En honum viðvíkjandi slcal eg gera þessa játningu: Eg liefi verið fjarri því, að vera ánægður með Skin- faxa síðustu ár, og er ekki ánægður með hann enn. Er með þessu ekkert aftur tekið um örnefni, heimilis- iðnað og ferskeytlur. En meðan eg er óánægður með ritið, er von um það „kasti ellibelgnum" enn um stund. Vér lifum nú á tímum umbyltinga og breytinga, ólgu og' liverfleika. Þungamiðja þjóðlífs vors liel'ir flutzt til og jafnvægi er hvergi nærri náð enn. Þetta þjóðlífsumrót liittir á slæman tima: æskuár og gelgjuskeið þeirrar kynslóðar, sem fædd er og alin upp í eiturlofti stríðsáranna. Slíkum timum umróts og endurnýjunar fylgir jafnan liætta, enda þótt að góðu marki sé stefnt, því að þeir rugla um sinn öllu mati á verðmætum. Minnumst tveggja dæma úr sögu vorri: Árið 1000 tóku íslendingar nýjað sið, en varð- veittu það, sem merkast var og sígilt i forna siðnum. En um siðaskiftin 1500 voru haldnar þrjár brennur á bókum og handritum Helgafellsklausturs. Siðar iiefðu Islendingar viljað mikið gefa fyrir það, sem þar brann. Vér ungmennafélagar styðjum djarflega l'ramsókn þjóðar vorrar, siðbót hins nýja tima. En vér viljum jafnframt iiindra nýjar Helgafellsbrennur, svo sem auðið er. Vér viljum reynast trúir sjálfum oss og framtið vorri og brenna eigi í gáleysi þau verðmæti, sem eigi verða aftur keypt og þjóðin fær aldrei grát- ið úr ösku, hve gjarnan sem hún vildi. Aðalsteinn Sigmnndsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.