Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 35

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 35
SKINFAXI 35 Noregsför ungmennafélaga. Eftir Guðbjörn Guðmimdsson. III (í síðasta kafla ferðasögunnar hefir misprentazt nafn for- mannsins í ungmennafél. Niðaróss: Jan Hauger i stað Jon H a n g e r). Kl. 8 árd. 1. ágúst kvöddum við Niðarós og okkar lcæru, gestrisnu Hangershjón, og héldum nú í suður, i átt til Dofrafjalla, en yfir þau liggur brautin. Leiðin suður Þrændalög er sérlega fögur, víðlendir akrar, fögur tún og engi og skógrabelti á stöku stað. Landið er hér nokkuð öldótt, smáhæðir og dalverpi, allvíðsýnt og mjög búsældarlegt, enda eru hér mörg stórbýli. Þegar upp í fjöllin kemur, liggur leiðin meðfram ánni Dríva, skógurinn þéttist, en eftir því sem ofar dregur lækkar og rýrnar furan og birkið fær yfirhöndina, unz nær fjallstoppunnm dregur, þá hverfur nær allur skóg- argróður, enda er þá komið rúmlega 1000 metra yfir sjávarflöt. Snævi þakin fjöll og risavaxin eru á báðar hendur og landið sýnist hrjóstrugt, en alstaðar eru þó bændabýlin. Brátt fer að halla austur af fjöllunum og nú blasir við okkur Guðbrandsdalurinn, breiður og fag- ur, einna fegurstur og glæsilegastur af öllum fögrum dölum Noregs. í miðjum dalnum er hnjúkur til vinstri handar og þegar lestin hrunar þar framhjá, lita allir út um gluggana, því að þar sem brúnina ber við himin, getnr að lita skarpa og greinilega vangamynd af Björn- stjerne Björnson, horfandi yfir dalinn. En undir fjalls- rótunum er bautasteinn, sem nefnist Sinclairstötten og reistur er á gröf Skota þeirra, er liér féllu, er þeir ætluðu að leggja undir sig dalinn, undir forvstu Sin- clairs, en dalakarlarnir létu undan síga upp í fjallshlíð- ina, og cr Skotarnir voru komnir nægilega langt upp í

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.