Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 36

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 36
36 SKINFAXI hlíðina, veltu karlarnir á þá grjóti niður lilíðina og liöfðu með þvi fuilan sigur. Kl. 5 síðd. komum við til Lillehammer og yfirgáfum lestina, því að hér skyldi dvelja til jafnlengdar næsta dags. Á brautarstöðinni tók á móti okkur Stjörlien og fylgdi okkur til Dölaheimen, sem er kaffistofa og gisti- hús ungmennafélaga. Nokkru síðar kom ]>angað for- maður héraðssambandsins, Trond Vigerust, sérkenni- iegur og margfróður karl. Minnti iiann mjög á íslenzkan búhöld eða sveitarhöfðingja. Hann er vel greindur og kunni skil á öllu, spurði um allt, var alstaðar heima og dró rökfastar ályktanir af öllu. — Eftir að liafa snætt, fór Vigerust með okkur um bæinn, sem er einhver allra fallegasti bær, sem við komum í, einkum að um- hverfi til. Bærinn stendur efst við Mjösen, sem er stærsta vatn í Noregi, og gegnum bæinn fellur áin Meisna og myndar fossa i honum miðjum. Er það hin mesta bæjarprýði. I útjaðri bæjarins er Björkebæk, búgarður skáldkonunnar miklu, Sigrid Unset. En það merkilegasta í Lillehammer er byggðasafnið á Mai- liangen, „De Sandvigske Samlinger“, sem er merkileg- asta byggðasaf'nið, sem Norðmenn eiga, en þetta safn skoðuðum við næsta morgun. Safn þetta er i þremur deiklum. í fyrstu deildinni eru ýmsar gamlar byggingar úr Guðbrandsdalnum, svo sem prestssetur, skipstjórastofa, bændastofa, svefn- hús, útihús, kirkja o. s. frv. 1 öllum þessum byggingum eru allir húsmunir, sem tilheyrt hafa, og er þvi hér að sjá heilslevpta mynd af lífskjörum og aðbúnaði allra stétta dalbúa fyrir 2—400 árum. í anddyri eins hússins sat gamall maður og lék á langspil, eins og ltau tiðkuð- ust liér á landi. Langspilið er að hverfa i Norcgi, en nokkrir hafa lært hjá þessum listamanni, svo að von er til, að það týnist ekki alveg þar eins og liér, enda er það of töfrandi til að glatast alveg. í annari deild er heill búgarður (Björnstaðgarðurinn) með öllum úti-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.