Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 42
42 SKINFAXI smiðjurnar, en urðum fyrst að skrifa undir skuldbind- ingu um að ljósta ekki upp ýmsum leyndardómum um það, hvernig áburðurinn og ýms efni eru framleidd. Fyrst komum við í rafmagnsaflstöðina, sem framleið- ir 150 þúsund hestöfl. Þetta afl er svo notað til að brenna loftið með 10 þús. volta spennu, og siðan er þetta brennda loft kælt og kemur þá úr því fljótandi ammoníak og saltpéturssýra. Síðan eru efni þessi hreinsuð og blönduð, m. a. með kalki, og fæst þá kalksaltpétur og fleiri áburðarefni. Allt er þetta í svo stórum stil, að undrun vekur. Á einum stað er loftið kælt með 178 stiga kulda og verður það þá fljótandi. Ekkert efni fer þarna til ónýtis og allt er notað. Jafn- vel gufan, sem myndast af þvi, að kæla aftnr brennda loftið, er notuð til að framleiða rafmagn til ljósa. — í verksmiðjum þessum er unnið hverja mínútu ársins, jafnt jól sem rúmhelga daga, en fólkið er hraustlegt og ánægt, og mannslegra en í flestum öðrum stóriðju- þorpum, enda hefir Norsk Hydro séð betnr fyrir þörf- um þess en flest önnur stóriðjufyrirtæki. Flestir verka- mennirnir eigá bús, og hefir félagið á ýmsan hátt lijálp- að þcim til að koma þeim upp. Hverju Iiúsi fylgir slór garður með matjurtum, aldintrjám og túnbletti, og það eru þessir blettir, sem skapa sálina í verkafólkið, en annars væri sál þess hluti af þeim vélum, sem það vinnur við, eins og alstaðar verður, þar sem stóriðjan nær tökum. — Eftir að við liöfðum slcoðað verksmiðj- urnar og farið í loftinu upp á fjallstindinn, fórum við í bíl upp að fossinum og stíflunum þar fyrir ofan, en síðan var etinn kvöldverður á Krokanholet, sem er rétt lijá fossinum. Voru þar saman komnir nokkrir félag- ar og skemmtu menn sér við ræður og annan fagnað til miðnættis, en þá var haldið heim og farið að sofa, þvi að kl. 7 næsta morgun áttum við að fara til hins fræga bæjar Kongsbergs. Frh.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.