Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1931, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1931, Side 3
SKINFAXI 75 Þar er líka Þjálfi og Röskva í þeirri mennt, að ógleymdri prinsessunni. Svo eru tignarnöfn þeirra, sem fremst standa í sundinu við skólann. í Laugarvatnsskóla dvelja í vetur 120 nemendur. Er þetta því stærsti lýðskóli Islands. Húsakynni eru þar mikil og hin vönduðustu. Virðast nemendur njóta þar hinnar heztu aðbúðar í hvívetna. Flestir þeir, sem barizt liafa fyrir málum skólans, hafa gert það vegna öruggrar trúar á vaxandi kyn- slóð. Vonandi skilur æskan, að liér er mikið gert hennar vegna og endurgreiðir það með auknu mann- gildi. Þá var ákveðið að lialda ferðinni áfram að Ivára- stöðum, um Gjábakkahraun og Þingvöll. Við lögð- um af stað kl. 10 árdegis. Bjarni skólastjóri hauð öll- um nemendum sínum að fylgja okkur á leið. „Út! út! í lireina fjallaloflið.“ Svo mælti hann. Við þessi orð varð ys og þys um allan skólann, því að nú átti að búa sig til ferðar. Bjarni skólastjóri er íþróttavinur og maður lieill að hugsun og háttum. Nú stóð allur hópurinn ferðbúinn á skólahlaðinu. Leiðin lá vestur Laugarvatnshálsa, sem nú voru þaktir harðfenni. Það markaði því hvergi spor. Ekk- ert fast skipulag var á fylkingunni og gengu tveir eða fleiri saman, eftir því sem verkast vildi. Ánægjulegt var að horfa yl'ir hópinn, 150 manns, allt ungt fólk, konur og karlar. Það har við, að ekki var ærslum slillt betur í hóf en svo, að mönnum var brugðið til glímu, ef þeir virt- ust liggja vel við bragði. Þegar kom upp á hálsana, var numið staðar og notið útsýnis, sem er hið tignar- legasta. Litlu seinna kvöddum við Laugvetninga og árnuðu hvorir öðrum langra lífdaga. Hygg eg, að aldrei hafi farið stærri hópur ungra manna þessa slóð um þetta leyti árs.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.