Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1931, Side 4

Skinfaxi - 01.04.1931, Side 4
76 SKINFAXI Þá vorum við að eins orðnir 16 i förinni; liinir l'é- lagamir liöfðu skilizt við okkur á Laugarvatni og héldu þaðan lieim til sin. Ferðin gekk greiðlega til Þingvalla. Hittum við þar Guðm. Daviðsson. Er hann, sem kunnugt er, umsjón- armaður Þingvalla. Hjá honum dvöldum við um stund og þágum kaffi. Guðmundur fylgdi okkur á lcið og frœddi liann okkur um marga merkilega hluti, er snertu sögu Þingvalla. Hugurinn Iivarflaði ósjálfrátt lil liðins sumars: „Nú er þrotin þyrping tjalda, þögult og dapurt hraunið kalda.“ Veturinn liafði tjaldað sínu milda tjaldi. Almanna- gjá var sem tröllslegur kastali, en í gegnum snjó- klamhrið og ísströnglana grisjaði í hiksvartan hamra- vegginn. Efst á múrnum risu ótal varðturnar og virt- ust risar standa i hverjum þeirra með kylfur eða önnur vopn í höndum. Okkur fannst tvisvnt um leið- ina og horfðum við mcð ótta til þessara varðmanna. Við vorum þó að mestu öruggir, meðan Guðmund- ur var í förinni; liann virtist kunna skil á þeim flest- um og vera kunningi þeirra. Við komumst klaklaust áfram, sjálfsagt fyrir góðar bænir Guðmundar, einn- ig virtust varðrisarnir lita með aumkvun til þessara þumalinga, sem veltust i snjónum fram hjá kastala þeirra. Að Ivárastöðum náðum við um kveldið. Gerðum við þar mikið ónæði, en það virtist ekki eftir talið, þvi að lijónin gerðu allt til þess að veita okkur sem hezta aðhúð. Einar á Kárastöðum er einn hinna atorkusömustu bænda i Arnesþingi. Honum þótti gott að tala um íþróttir. Gat hann sagt sem Grettir: „Lagt hefi eg niður að rjá, en gaman þótti mér að því um skeið.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.