Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1931, Page 6

Skinfaxi - 01.04.1931, Page 6
78 SKINFAXI ógæfu einstakra manna, sem leitt getur og lil ófar- sældar lieillar þjóðar. Sigurjón var í för með okkur til Reykjavíkur. Þar kvöddum við liann og þökkuðum honum fyrir mikla risnu, er hann hafði sýnt. I Reykjavík dvaldi eg vikutíma með félögum min- um. Skoðuðum við lielztu byggingar og söfn bæjar- ins. Þennan tíma hafði eg daglega leikfimi með nem- öndum mínum. Að síðustu hauð eg nokkrum kunningjum mínum að horfa á fimleika okkar. Bjóst eg við, að þeir mundu liafa af því skemmtun nokkra, og að þeir gerðu ekki hærri kröfur en efni stóðu til. „Ármenningar“ voru mér hjálplegir með hús til æfinga, og kann eg þeim beztu þakkir fyrir, svo og öðrum þeim, er sýndu okkur iilýleika og góðar mót- tökur, útilegumönnunum frá Langjökli. Sigurður Greipsson. Hús ungmennafélaga. Ein helzta lífsnauðsyn hvers ungmennafélags er að eiga „þak yfir höfuðið“, hafa ráð á húsi að koma saman í, til starfa, íþróttaæfinga og gamanleika. Hvert félag hlýtur að finna nauðsyn þessa, því skýr- ar sem það vinnur.betur, enda er það næsta algengt, að U.M.F. hafi komið upp samkomuhúsum, ýmist ein sér eða í samvinnu við hreppa eða önnur félög. Nokk- ur U.M.F. veit eg vera að safna fé og kröftum til að reisa hús. Eg hefi átt kost á því, að skoða allmörg samkomu- hús ungmennafélaga á ferðum mínum í ár og fyrra. Er það skennnst af að segja, að hýsna mörg lmsanna

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.