Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1931, Síða 12

Skinfaxi - 01.04.1931, Síða 12
84 SIÍINFAXI Ví n. i. Oft hefi eg imdrast, hve lítið dregur úr drykkju- skap, þrátt fyrir allt, sem sýnist vera gert til að drepa hann. Það sorglegasta, sem menn reka augun í, er drykkfeldni æskulýðsins. Bæði er, að menn kunna ver við að sjá unga menn fulla cn gamla. — Það er oft eins og vaninn einn helgi ósiðina. — Og svo er hitt, að á meðan æskan drekkur, er litil voii um að Bakkus sé á leið til grafar. Nú vita allir, áð ekki er það löngun í vín, sem hrelair unglingana lil að drekka fyrstu slaupin. Þeir þckkja ckki ncma af afspurn þessa nafntoguðu brennivinslöngun. En eg hýst við, að hér sé önnur lögun að verki, og hún ekki ómerkilegri, en það er löngun unglinganna til að verða „menn með mönn- um“. Hafið þið ekki lieyrt stráka tala um, að þeir hafi verið með „einn Spánverja“ og verið „hálfir“? Það er eins og þá fvrsl hafi þeim fundizt þeir ekki vera smádrengir lengur, sem þyrftu að fara til mömmu, hve lítið, sem út af bæri. Þessi skoðun er mjög algeng lijá fullorðnum, og í raun og veru það- an komin. Ef þér hefir einhvern tíma á aldrinum þetta frá 12—18 ára verið hoðið vín, en ekki þegið, þá ferðu nærri um, hvaða álit þeir fá, sem ekki „eru með“. Og ef þú hefir ekki verið liandviss um þitt eigið manngildi, þannig, að þig gilti einu hve mikils þú værir virtur, þá hefir þessi þegjandi fyrirlitning, sem vön er að fylgja góðu boði, sem ekki er þegið, þrýst sér inn i þig, og jafnvel vakið þann ásetning, að sýna það svart á livitu, að þú sért ekkert smáharn leng- ur. Á þennan liátt þykir mér liklegt, að margur hafi byrjað að „vera með“.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.