Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 14

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 14
114 SIÍINFAXI „Gleymt er þegar gleipt er þing“ greinir hátturinn spaki — en ef þú gleipir gullpening gœgistu þér aö baki. Enginn „fdtækraþcrrir“. Nú finnst himni þegi þörf á þerri um jólin, fénað les við föla birtu fátæklingur dökkrar skyrtu. Pólitískur himinn. Allt er mælt á eina vog í því svarta skýi: helmingurinn öfgar og afgangurinn lygi. Sladdur i Kana. Sjáðu hrjóstrug holtin mín (hve eg er náðarþyrstur). Breyttu vatni í brennivín, blessaSur .Tesús Kristur! „19. júni“. Nú er júní nítjándi’ yfir norðurálum, sá mun finnast flestum sálum fjölþreifinn í kvennamálum. „Sérhver gjöf vill gjald sitt fá“, gott er að jafnist skaSinn. Eitt sinn kyssti eg auSargná og hún kyssti i staðinn. Davíð og Batseba. Aldrei hefði Úría orðið svona viðskila, hefði ekki Balseba baðað sig við lindina, og Davíð með sinn kvæðaklið klifrað upp á húsþakið

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.