Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1931, Síða 25

Skinfaxi - 01.05.1931, Síða 25
SKINFAXI 125 ans, eða af hinu, að þeir ótlasl afleiðingar allrar óhlýðni og kjósa friðinn heldur en frelsið. Tízka og almannarómur eru einskonar samnefn- ari skilnings, þekkingar þroska og smekks allra þeirra, sem liafa skapað þau og halda J)eim við. Hver sú stærð, sem ekki gengur upp í þessum allslierjar sam- nefnara, er talin hreinasta villa. Á öllum tímum liafa uppi verið menn, sem snúið hafa af venjuvígðum vegum fjöldans, út á óruddar leiðir nýrra hugsjóna, í leit að víðfeðmara útsýni. Fulltrúar vanans og kyrrstöðunnar hafa jafnan hætt þá og hrakið, hyrlað þeim eitur, brennt þá eða kross- fest. Þessir brautryðjendur kynslóðanna áttu J)ess kost að lifa i náð og friði við valdhafa, trú og tízku, með því að afneita hrópandi rödd samvizku sinnar, afsala frelsi sínu. En J)eir kusu frelsið, og J)ess vegna er framþróun til. Ekkert vald á himni eða jörðu fær nokkru sinni yfirunnið eða kúgað J)á, sem vinna í samræmi við lögmál lífsins. Síðar urðu bin geigvæn- legu einstigi margra J)essara manna að lögboðnum þjóðleiðum. Þakklátir göngum vér þessa vegi og veg- sömum J)á, sem fyrstir bentu J)ar á færa leið, en fordæmum hina, er ofsóttu þá. En erum vér J)á viðbúin að veita viðtöku nýjum sannindum? Erum vér viðbúin að þekkja hina hróp- andi rödd sannleikans og blýða henni? Viðbúin að taka í hverja framrétta liönd, er vill leiða oss til betri kjara, hærri þroska, fullkomnara frelsis? Er- um vér fær um, að krefjast fullkomins réttlætis af sjálfum oss og öðrum? Höfum vér þrek til, að leggja á oss það erfiði og J)á þjáningu, sem óhjákvæmi- lega fylgir J)eirri kröfu? Leiðin til frelsis er óraveg- ur árevnslu og þrauta. Að óttast og flýja þá örð- ugu braut er J)ví bið sama og afsala sér allri von um æðstu gæði lífsins: frelsið. Steingrimur Baldvinsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.