Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 28

Skinfaxi - 01.05.1931, Page 28
128 SKINFAXI gagnrýna nýjungarnar .... Hví skyldi eg þurfa að fleygja frá mér þvi, sem þjóðlegt er og gamalt, áður en eg tek á móti nýjungum? Er ekki skynsamlegra, að reyna að greina sund- ur hina ýmsu þætti menningarinnar, fornrar og nýrrar, og halda þvi bezta, svo sem postulinn ráðleggur? — —“ Sérstaka athygli vill Skinfaxi leiða að iþróttanámsskeiði því, er Jön Þor- steinsson auglýsir á kápu þessa heftis. Þarna er óvenjulegt tækifæri fyrir áhugamenn að ná kennaramenntun i íþróttum, og ungmennafélög að koma sér upp íþróttakennurum. Rökkur. Skinfaxa hefir borizt nýútkomið 2. hefti þessa árs af ofan- nefndu timariti, er Axel Thorsteinson rithöfundur gefur út. Rit þetta kemur út í minnst 10 örkum á ári og kostar kr. 5,00. Flytur það einkum yfirlitsgreinar um erlenda viðburði, og svo þýddar sögur, fróðleiksmola og greinar um ýms efni. í þessu nýja hefti vill Skf. einkum benda á grein um bókasöfn í sveit- um, eftir Sigurgeir Friðriksson. Færösk Selvstyre heitir bæklingur, sem Jóannes Patursson hefir nýgefið út á dönsku. Er þar gerð skilmerkileg grein fyrir viðhorfinu í fær- eyskum stjórnmálum og slefnu sjálfstæðisflokksins. Skáldin Sigurður Jónsson og Jón Þorsteinsson, sem eiga kvæði og vísur í þessu hefti Skinfaxa, eru báðir bændur að Arnarvatni við Mývatn og báðir löngu þjóðkunnir. Islenzk föt. Þjóðrækni ungmennafélaga á að koma fram i verki, þar sem tækifæri er til. Það á t. d. að vera þeim metnaðarmál, að klæðast íslenzkum fötum, að því leyti sem unnt er. Verk- smiðjurnar Álafoss og Gefjun framleiða fatadúka, sem hverj- um manni er sómi að bera klæði úr. Nú hefir Gefjun sett á stofn saumastofu hér í bæ, og fást þar klæðskerasaumuð föt fyrir mun lægra verð, en annars er kostur á. Vísast um það til auglýsingar í þessu hefti. Önnur Gefjunarsaumastofa er á Selfossi og hin jjriðja væntanleg á Akureyri. Álafoss er og i þann veg að stofna saumastofu. Þeir U. M. F., sem nota ekki íslenzk föt, hafa nú enga afsökun. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.