Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1931, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1931, Page 4
160 SKINFAXI Faðir Guðmundar var Jón bóndi Jónsson bónda í Villingadal, Bjarnasonar ríkisbónda á Sæbóli. Ivona Jóns Bjarnasonar var Ragnheiður dóttir Halldórs bónda á Grafargili í Önundarl'irði, Eiríkssonar presls á Stað i Súgandafirði (f 1838), Vigfússonar. Frainætt séra Eiriks er komin úr Borgarfirði að langfeðgum að telja, <)g er karlleggurinn hin nafnkunna Akraætt, komin af Arnóri sýslumanni á Ökrum Finnssyni (bróður Guð- mundar föður Daða i Snóksdal). Kona séra Eiríks liét Ragnlieiður Halldórsdóttir bónda á Látrum. Er sá ætt- bálkur veslfirzkur að mestu leyti, en þó átli Ragnheið- ur einnig ætt sína að telja til Jóns biskups Arasonar og Daða i Snóksdal. (Barnbörn þeirra giftust, Anna dóttir bórunnar Daðadóttur og Árni sonur séra Björns á Melslað Jónssonar. Faðir Önnu var Bjarni Hannesson birðstjóra, bróðir Eggerts lögmanns í Bæ áRauðasandi, sem allra manna bezt bélt á réttindum tslendinga gagn- vart konungsvaldinu á sinni tíð, en móðir Björns Hann- essonar var Guðrún dóttir Björns í Ögri Guðnasonar, og er þaðan beinn karlleggur til Guðmundar ríka á Möðruvöllum). — Séra Eiríkur var kennimaður mikill og smiður á járn og tré og orðlagður bagleiksmaður. Er fjölmenn ætt komin af honum vestra og vel gefin, margt smiða eða kostum búið um önnur efni. Má til nefna þá bræður Eiríkssyni og Guðmund lireppstjóra á Þorfinnsstöðum og Vigfús í Tungu og börn þeirra, Selabólsbræður (Hjálmar, Friðrik og Albert Guðmunds- syni), Kristján smið á Bíldudal, Ólaf Þ. Ivristjánsson frá Kirkjubóli og systkini hans. Móðir Guðmundar er Sveinfriður dóttir Sigmundar bónda í Hrauni á Ingjaldssandi Sveinssonar og Þuríð- ar Eiríksdóttur bónda i Hrauni, Tómassonar bónda í Hrauni, Eiríkssonar bónda í Mosdal og síðar í Hrauni. Kona Eiríks Tómassonar var Kristin Nikulásdóttir frá Orrahóli ó Fellsströnd. Móðir Eiríks og kona Tómasar var Þuríður Pálsdóttir bónda i Dufansdal, Hákonar-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.