Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 6

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 6
162 SKINFAXl ið, eitt af hinum góðu islenzku heimilum, þar sem regla og trúrækni ríkti og leitast var við að ástunda kristi- legar dyggðir. Heimilisfólkið var bókhneigt og ríkt af mörgum fornum og þjóðlegum fróðleik, enda var þar bókakostur góður. 1 æsku vandist Guðmundur hverskonar störfum, sem til féllu, bæði til sjós og lands, svo sem títt var í sveit- um. Um skóla var þá enga að ræða, livorki fyrir börn né unglinga, en snemma bvrjaði Guðmundur á því,sem bann allra manna frekast, þeirra er eg bcfi kynnst, ástundar þann dag í dag: að notfæra sér fristundir sin- ar. Ilann leitaðist við að afla sér fróðleiks, bæði með lestri bóka og samantínslu allskonar fræði- og þekk- ingaratriða, er bann náði til; margt af sliku hefir bann fesl á blöð og á í fórum sínum. Strax í æsku hneigðist Guðmundur mjög til smíða og hagleiks. Hefi eg séð nokkuð af smíðisgripum hans, bæði úr málmi, beini og tré, frá þeim árum og gætir þar furðulegs liagleiks og listfengi. Um það bil, sem Guðmundur var að vcrða fullorðinn, barst ungmennafélagshreyfingin bingað til lands og hóf liér göngu sina. Guðmundur varð strax snortinn af binni göfugu hugsjón ungmennafélaganna og mcð brennandi áhuga á að verða þessari stefnu að liði, tókst honum, miklu fyr en vænta hefði mátt eftir aðstöðu og staðháttum, að stofna fyrsta ungmennafélagið á Vest- fjörðum. Það var 26. janúar 1908. Félagið hlaut nafnið „Valþjófur"; stofnendur voru 12 að tölu. Stefnuskrá og lög voru sniðin eflir því, sem sambandslögin gerðu ráð fyrir og enn Iialdast að mestu. Tilbögun öll var og, að ]>ví sem verða mátti, sniðni eftir því, sem önnur bin fyrstu félög böfðu og vel þótti gefast. Fyrir forgöngu Guðmundar og bvatningu var ung- mennafélagið „Vorblóm“ á Ingjaldssandi stofnað 22. marz 1908; lifir það félag enn góðu lífi. Veturinn eflir, C. desember 1908 var stofnað Ungmennafélag Önfirð-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.