Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 9

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 9
SKINFAXI 165 Mikill hluti tápmestu unglinga kaupstáöarins störfuðu í félaginu að íþróttum og þjóðlegum og nytsömum viðfangsefnum. Átti félagið miklum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa. Allmargir Árvekringar eru nú orðnir hlutgengir i starfsemi þjóðfélagsins og liygg eg að þeir flestir telji sig i þakkarskuld við Guðmund frá Mosdal og ungmennafélagið, fyrir aukið víðsýni og manndáð. Síðan Guðmundur gerðist ungmennafélagi hefir hann jafnan verið fulltrúi á Sambandsþingum og héraðs- Hilla, eign Árna Eylands. þingum, bæði syðra og veslra. Varaforseli Héraðssam- bands ungmennafélaga Vestfjarða hefir hann verið um langt skeið og ritari i stjórn Sambands Ungmennafélaga íslands siðan árið 1924. Útgáfu „Skinfaxa“ annaðist Guðmundur í hálft ann- að ár, ásamt Birni Guðmundssyni skólastjóra á Núpi. Haustið 1910 sigldi hann til útlanda og dvaldist tvö ár í Noregi, Svíþjóð og Danmörlcu. Lagði liann stund á að kynna sér handiðju og listiðnaðarskóla í þessum iöndum, svo og hverskonar liagleiks- og heimaiðnað; dvaldi liann við nokkrar slíkar stofnanir, en heimsótti aðrar. Jafnframt skoðaði hann og rannsakaðí allskon- ar lista- og þjóðminjasöfn, og ])á einkum þau, er forn- an og norrænan hagleik höfðu að geyma. Einnig afl- aði hann sér talsverðrar þekkingar í byggingarlist og húsagcrð. Skoðaði fjölda af merkisbyggingum og mannvirkjum, þar sem því varð við komið. Þá kynntist hann og mjög ungmennafélags- og lýð- skólahreyfingunni norsku, lærði til hlítar landsmálið norska og tengdist vináttuböndum við marga. Eftir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.