Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1931, Side 16

Skinfaxi - 01.12.1931, Side 16
172 SKINFAXI sennilega skrifa það á reikning tóbaksnautnarinnnar. Menn hafa líka þótzt veita því atliygli, að samband sé milli tóbáksnautnar og ýmsra magasjúkdóma, og má þar til nefna magasár. Þá hefir tóbak skaðleg áhrif á skjaldkirtilinn, en Iiann er afar-þýðingarmikið líffœri, bæði fyrir vöxt og skynsemi. Því miður er misnotkun áfengis eigi óþekkt Iieldur meðal unglinga. Hætturnar, sem því fylgja, eru kunnar, þó að æskumennirnir sjálf- ir virðist oft ekki taka þær alvarlega. Loks er kynferðileg misnotkun skaðleg lieilbrigð- inni, enda þótt yfirdrifnar séu hættur þær, er læknar töldu fyrrum stafa af sjálffróun (onani), en sú kyn- ferðisnautn freistar lielzt unglinga. En eftir því sem Poeld hefir leitt i ljós, er sæðið mjög þýðingarmikið fyrir efnaskifting likamans og gerir ýms eiturefni ó- skaðleg. Samkvæmt því hlýtur sjálffróun að Iiafa skað- væn álirif á lieilsuna og líkamsþroskann, því að við hana missir líkaminn óeðlilega mikið sæði. Líkamsup])eldi er því afarnauðsynlegt, ef æsku- menn eiga að ná fullum líkamsþroska. Slíkt uppeldi verður sumpart að stefna að því, að vinna á móti öllu því, sem liamlar líkamsþroskanum og skaðar hann, og sumpart að auka mótstöðuþrótt unglinga gegn þeim freistingum, sem hætta fvlgir fyrir heilsu þeirra. Líkamsuppeldi er fyrst og fremst æfing í lieilbrigði,. og svo í þvi, að ná valdi yfir líkama sínum og þörfum hans. Það er þó eigi auðvelt, að fá unglinga til slikrar æfingar, þar sem þeim fylgja — framan af a. m. k. — óþægindakenndir og sjálfsafneitun. Bæta verður sjálfs- afneitunina upp, svo að þægindakenndir myndist, er verði unglingunum girnilegar. Þetta er einmitt það, sem skátahreyfingin gerir. í útilegum verða menn að neita sér um hitt og þetta, sem þeir eru vanir Iieima. En þægindatilfinningin, sem sjálft útilegulífið gefur, yfirgnæfir þelta gersamlega. Skemmtilcgustu og kær- ustu minningar frá útilegu eru oft bundnar við örðug-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.