Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 21

Skinfaxi - 01.12.1931, Síða 21
SIÍINFAXI 177 um ógleymanleg og liafði varanleg álirif á liugi fjölda af yngri mönnum í bænum. Glímur og aðrar íþróttir voru sýndar. Eldri mennirnir hrifust brátt með. Komu þeir nú sumir upp á ræðupallinn og lögðu til sinn skerf. Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, las kvæðin Gunnarshólma og ísland fafsælda frón, af sinni al- kunnu framsagnarsnilld. Síra Matthías flutti slult en tilþrifamikið erindi og síðan: „Græðum saman mein við mein“ til frekari áherzlu. Jón Jónsson frá Múla, hinn stórskorni þrekmaður, las svo undur þítt með viðeigandi álierzlum: „Ef byggir þú vinur og vogar þér hátt og villt að það skuli ekki hrapa; þá lcgðu þar dýrustu eign, sem þú átt, og allt, sem þú liefir að tapa.“ Síðasti liðurinn á dagskránni voru heitstrenging- arnar. Fólkið l^eið með mikilli eftirvæntingu. Enginn vissi hver heitin mundu verða. Eittlivað alveg óvana- legt var á seyði. Loks komum við hnakkakertir hver á eftir öðrum upp á ræðupallinn og kváðum þar við raust okkar stóru orð. Hver og einn fékk dynjandi lófaklapp og heillaóskir með áformin. Að dagskránni lokinni var stiginn dans. Heitstreng- ingarnar voru stöðugt umræðuefni manna á milli um kvöldið, og mátti þá lieyra álit manna og spádóma um það, hvernig ganga mundi að efna þær. Þetta var allt mjög óvenjulegt og setti mjög rót á hugsanir manna. Heitstrengingarnar voru sumar djarfar, — svo djarfar, að við búið var að ekki mundi takast að efna þær.* En stefnuskrármál félagsins voru okk- * Mesta athygli vöktu heit L. .1. R. að synda yfir Eyjafjör'ð, og Jóhannesar Jósefssonar að halda velli í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. — Ritstj.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.