Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1931, Side 24

Skinfaxi - 01.12.1931, Side 24
180 SKINFAXI sumarnótt tekur liugann föstum tökum og lætur mig gleyma bátnum, sem öldurnar vagga milli skerjanna fyrir mynni Gautelfar. Augað liættir að skynja daufa birtu og hljóðbylgjurnar verða máttlausar. Mér fer eins og riddaranum, sem Rembrandt málaði: Eg lifi í hugarheimum. Viðhurðir dagsins og rás tírnans víkja fyrir ofurmagni fallegra hugsana. Er það ekki tákn þess göfugasta, sem lífið á? Þóroddur Guðmundsson. Héðan og handan. Húsmæðrafræðsla á Suðurlandi. Alþjóð manna er að verða það ljóst, að geisimikil nauðsyn er á, að konur njóti fræðilegs undirbúnings undir húsinóður- störf, svo mjög sem hagur heimilanna og heilsa og þroski al- mennings eru undir komin, hvernig þau eru af hendi leyst. Húsfreyja ver tekjum heimilis til fæðu og fata og þarf kunn- átlu lil að geta gert það sem hagkvæmast. Hún skammtar heimafólki mat og ræður með þvi nokkru um heilsu þess. Hún veldur mestu um útlit og hrag heimilis, en slíkt hefir feikilega menningarþýðingu, frá eða til. Og örlagaþræðir æskunnar renna um greipar henni, þar sem hún fjallar mest um uppeldi barna og á viðkvæmustu skeiði. Mjög veltur að vísu á hæfileikum um öll þessi störf, hvernig unnin eru. En í þeim öllum getur undirbúningsnám verið ómetanleg hjálp. Síðustu ár liafa risið upp húsmæðraskólar í þremur fjórð- ungum landsins. Suðurland eilt á engan slikan skóla, nema ófullnægjandi námsskeið í Reykjavík. Má öllúm vera Ijóst, að svo búið gelur ekki staðið. Enda er þegar vaknaður nokkur hugur á umbótum. Tvær stefnur munu uppi vera í húsmæðrafræðslumáli Sunn- lendinga: Reykvískar stórkonur vilja hafa einn húsmæðra- skóla fyrir Suðurland — í Reykjavík. Konur „austan Fjalls“ vilja hafa tvo skóla, annan fyrir Reykjavík, hinn i sveit, fyrir Suðurlandsundirlendi. Telur Skinfaxi hið síðara eitt fullnægj- andi, því að sill heimilið á að vera með hvoru móti, í kaup-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.