Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1931, Page 25

Skinfaxi - 01.12.1931, Page 25
SKINFAXI 181 stað og í sveit. Og aðkallandi nauðsyn er á báðum skólunum. Vafalaust á að stefna að þvi, að húsmæðraskólinn „austan Fjalls“ sé fullkominn og rísi á „heitum stað“. En bið getur orðið á því, meiri en hollt er, jafnskammt og fjársöfnun og öðrum undirbúningi er komið. Þyrfti að finna ráð til bjargar, meðan sú bið stendur. O g r á ð i ð b 1 a s i r v i ð, ef eigi skortir hug og vilja að nota það. Þrastalundur stendur auður átta rnánuði ársins, þann tíma, er skóli mundi standa. Það er vandað hús og veglegt í alla staði, með ágætum útbúnaði, flestu því, sem húsmæðra- skóli þyrfti að nota. Þetta er á einum fegursta stað landsins. Eigi mun standa á samkomulagi við eiganda hússins, um slíka notkun þess. Geta konur og æskumenn, er mál þetta snertir, horft að- gerðalaus á þvílíkt tækifæri? „Dansk Schweitzer". Fyrir skömmu hafði Mjólkurbú Flóamanna osta og smjör, er það framleiðir, til sýnis í búðagluggum í Reykjavík. Þar voru margar tegundir osta, harla girnilegar, og var nafn letr- að á hverja. Öll nöfnin voru erlend, og ein tegundin hét „Dansk Schweitzer“. (Flóamenn hafa danskan mjólkurbússtjóra). Hvernig ætli Þorsteinn Erlingsson hefði kveðið um íslenzka bændur, sem liggja svo hundflatir fyrir baunverjanum, að þeir þola honum bótalaust að kalla framleiðslu þeirra danska og bjóða hana innan lands undir erlendum nöfnum? Þetta er, því miður, ekki eina dæmi þess, að íslenzkar vör- ur séu boðnar með erlendum nöfnum eða nafnskrípum á ís- lenzkum markaði. Suinir kaupahéðnar og iðnaðarmenn snopp- unga kaupendur með þessu um leið og þeir hiðja menn að „efla innlendan iðnað“. Fáfræði er ásökun, en engin afsök- un, í þessu efni. „Ólíkt höfumst við að“. Eg kom eitt sinn inn í veitingahús á Skansen i Stokkhólmi, en þar má telja að sé þjóðernislegur helgistaður Svia. Húsið var reist i sænskuin sveitastíl, og veitingasalurinn líktist tröll- aukinni sænskri bóndastofu. Nokkrir menn léku þar á fiðlur, sænsk þjóðlög einvörðungu. Meyjar í þjóðbúningum báru gest- unum sænslcar veitingar. Allt bar þarna lirein merki sænskr- ar menningar. Þingvellir eru jijóðlcgur helgistaður íslendinga. Eg var þar i haust og kom í Valhöll. Þar gefur fátt að lita, það er minni

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.