Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 7
SKINFAXI
7
félágsskap með uppeldismarkmiði er áríðandi, að
taka hana i þjónustu sina. I leiknum fá innibyrgðir
kraftar útrás, vöðvarnir æfingu, blóðið örari rás, lík-
aminn hraðari efnaskiptingu. Keppni leiksins gefur
viljanum stælingu. Leikurinn er — vegna þeirrar
þægindakenndar, sem fylgir bonum — liið kjörnasta
tæki til að mynda og festa ýmiskonar venjur. Img-
bundinn leikur temur unglingunum félagslegar dyggð-
ir, t. d. að virða rétt náungans, vinna saman, gæta
drengskapar gagnvart andstæðingi, að gæta bags-
muna beildarinnar jafnt eigin hagsmunum o. s. í'rv.
Þá má gegn um leik veita unglingum fullnægingu
ýmsra drauma sinna og langana. Að vísu aðeins í
leik og imyndun, en leikur og ímyndun eru fyrir
þeim miklu nákomnari veruleikanum, en fyrir oss
fulltíða mönnum. — Loks er vert að benda á það,
að ýmsar hvatir og ýmsir eiginleikar unglinga vakna
oft og byrja að verka, áður en lífsskilyrðin eða ann-
ar þroski unglingsins veitir þeim tækifæri til að njóta
sin. Af slíkum bráðþroska einstakra eiginleika getur
stafað andlegt eða likamlegt misræmi, sem getur ver-
ið einstaklingnum bættulegt. En oft má eyða Iiætt-
unni og komast bjá henni, með því, að láta bina bráð-
þroskuðu eiginleika fá að njóta sin í leik. Má nefna
baráttuhvöt drengja sem dæmi i þessu sambandi, en
hún kemur alloft fram í misræmi við aðra eigin-
leika dréngja og þroskaðri en þeir, t. d. dómgreind
og íhugun. Með ]>vi að veita baráttuhvötinni útrás i
lögbundnum leik, má draga úr eða afnema grófleik
hennar og frekju, án þess að deyfa bana sjálfa, og
beina lienni að nýtum, uppeldislegum takmörkum.
í því efni stendur æskulýðsfélagsskapur með leið-
toga, sem skilur og kann blutverk sitt, stórum bet-
ur að vígi en heimilið, og jafnvel betur en skólinn.
Þá skal nefna félagshvöt æskunnar. Frá tólf ára
aldri og áfram er hún mjög sterk og áberandi, og