Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 18
18
SKJNFAXl
þessa lands, gert til þess að lijálpa þessu merka
máli; til þess að stuðla að því og þróun þess?
Því er fljótsvarað: Samtök og góður félagsskap-
ur lyfta Grettistökum á sviði flugmálanna, sem ann-
arra mála, og æska sveitanna getur ekki einungis
hjálpað flugmálunum og stutt þau stórlega, heldur
getur hún einnig orðið þvi valdandi, að heimkynni
hennar komist í mannlegt viðskiptasamband við liöf-
uðstaðinn, og þá um leið við umheiminn.
Æska sveitanna hefir ekki sömu aðstæður lii ým-
issa íþróttaiðkana og t. d. æska stærri bæja og kaup-
staða. Liggja til þess ýms rök, sem ekki verða talin
hér. En þó munu fjárhags-örðugleikar vera því vald-
andi, að öll dýrari iþróttatæki, eins og t. d. efni lil
svifflugæfinga, liafa svo mikinn kostnað i för með
sér, að æska sveitanna myndi eiga mjög erfitt með
að útvega sér þau, eins og nú er i pottinn búið. Æska
sveitanna liefir liinsvegar að mörgu leyti, staðliátt-
anna vegna, hetri aðstæður til svifflugæfinga, lield-
ur en æska bæjanna, sem oft þarf að fara langar
leiðir, til þess að fá nothæfa æfingastaði.
Við skulum þvi, atliuga, iivaða möguleikar eru fyr-
ir þvi, að æska sveitanna geti tekið þátt í flugmál-
um þjóðarinnar á sama hátt og þeir, sem kaupstað-
ina byggja.
Til þess að fastar og arðherandi flugsamgöngur
geti komizt á liér á landi, þarf fullkomið kerfi lend-
ingarstaða fyrir landflugvélar. Æska sveitanna á ein-
mitt að finna þessa lendingarstaði, merkja þá, slétta
þá ef þörf krefur, og halda þeim við frá ári lil árs.
Sem laun fyrir þetta starf í þágu flugmálanna, á
hið opinbera að útvega þessum flugmáladeildum, sem
við getum hugsað okkur stofnaðar í hvefju ung-
mennafélagi, efni til flugíþróttar, með þeim vildar-
kjörum, að öllum þeim, er málunum unna, sé kleift
að taka þátt í þeim. Einnig ætti Flugmálafélag Is-