Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 76
76
SKINFAXI
Bækur.
Jóhannes úr Kötlum: Hrimhvíta móðir. — Söguljóð..
Reykjavík, Heimskringla H/f 1937.
í landi, þar sem styrjöld hefir
geisað, sjást lengi merki um fórnir
stríðsins. Maður ferðast þar uin,
lögu seinna, og andi styrjaldarinn-
ar hefir ekki vikið lnirtu. Maður
gengur um landsvæði, þar sem or-
ustur voru háðar; — nú liggur hér
vegur og um han'n fer friðsamt fólk,
hundruðum saman, daglega.
Ef til vitl nemur vegfarandinn
staðar og litast um: — ITér var
herlínan, vígvöllurinn, hér dundi
gnýr kúlna, en grasið hældist og
litaðist hlóði. Spor hinna föllnu
stóðu eftir í moldinni, — seinna
máði regnið þau hurtu.
á engjareitunum eða við jaðar ak-
ursins standa á dreif steinar áletraðir eða trékrossar, og veg-
farandinn les: — Hér féll .... hershöfðingi á verði fyrir ætt-
jörðina. — Hér féll hermaður nr. 72. — Hér félln tiu hetjur,
sem létu lífið hlið við hlið fyrir þjóð sina.
Vegfarandinn gengur lengra og kemur að friðuðum reiti. Þar
er skógur af smákrossum, — hvítum, eins og mjöll hafi fallið
á þá í nótt. Hér hvíla hinir mörgu, nafnlausu. Hér er gröf hins
óþekkta hermanns. Og vegfarandinn hugsar ef til vill á þessa
leið: — Fyrir hverju barðist hann, þessi herskyldi maður? Hvers
vegna rann hjartablóð hans liér út í dökka moldina? Barðist
liann fyrir eigin frelsi, fyrir hamingju og velmegun barna. sinna;
—. og hlutu afkomendurnir frelsi og hamingju að honum látnum?
Höfðingjar lýðsins og forráðendur stríðsins segja já, þú berst
fyrir frelsi þínu og heill, þitt er ríkið að sigri náðum. Eu í
vegfarandanum, sem stendur við leiði hins óþekkta hermanns,
vaknar uppreisnartilfinning gegn þessu og svarar: Nei, hinn
nafnlausi, undirokaði maður hlaut ekki sigurinn, — ósigurinn
var hans, sigurinn gat aldrei fallið í hans hlut, og á söguspjöld-
unum stendur óafmáanlega ritað með hjartahlóði hans: Hann
Jóliannes úr Kötlum.
En meðfram veginum, úti