Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 73
SKINFAXI
73
þeirra félaga, sem vinna að
útbreiðslu algerðs áfengis-
bindindis hér á landi, vinna
að almennri bindindisfræðslu
og láta til sín taka áfengis-
varnamál landsins yfirleitt og
áfengislöggjöf. Á það að vinna
sem opinber stofnun, er rík-
isvaldið viðurkennir og sam-
þykkir starfsreglur fyrir. —
Sambandsstjórn U.M.F.Í. hef-
ir tilnefnt Svein Sæmundsson
lögreglumann í ráðið. En
hann er þekktur og þraut-
reyndur ungmennafélagi og
bindindismaður. Og sem að-
almaður rannsóknarlögregl-
unnar í Rvík er hann allra
Islendinga gagnkunnugastur hinu raunverulega ástandi í áfeng-
ismálum landsins. Auk hans eru í ráðinu: Friðrik Ásmunds-
son Brekkan rithöfundur, formaður, Felix Guðmundsson og
Sigfús Sigurhjartarson frá Stórstúkunni og Sigurður Ólafsson
stud. med. frá S.B.S.
Vasabók ungmennafélaga.
Mér hefir oft komið i hug, að æskilegt væri og til mikils
gagns, að gefin væri út vasabók fyrir ungmennafélaga, svip-
uð og vasabækur félagslireyfinga og starfsgreina gerast með
öðrum þjóðum. í henni væru sambandslögin, stefnuskráin,
ýmiskonar upplýsingar um félagsskapinn og leiðbeiningar um
starfsemina, og auk þess margbáttaður fróðleikur, sem ungu
fólki er gagnlegt að bera á sér. Nú ætla eg að gefa slíka vasa-
bók út á sumri eða hausti komanda, ef eg hefi vissu fyrir,
að skaðast ekki stórlega á útgáfunni. Mun hún kosta 1—2
krónur, snoturlega bundin. Vil eg nú biðja þá félagsmenn,
sem vilja fá bókina, að láta stjórn félags síns vita um það.
En stjórnirnar bið eg að tilkynna mér tölu væntanlegra kaup-
enda fyrir 1. júní. Mun eg svo álcveða af eða á um úlgáfuna,
eftir þessum undirtektum.
Sambandsmerkin.
Enn er dálítið til af sambandsmerkjunum, sem U.M.F.Í.
gaf út 1927, en mjög er það farið að minnka. Þau hafa verið