Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 71
SKINFAXI
71
Ræktunarstarfsemi.
Ungmennafélögum eru kunnar tillögur þær, seni sambands-
stjóri hefir borið fram, um skipulagða ræktunarstarfsemi inn-
an Umf., í likingu við liað, sem gerist í hinum þekktu „rækt-
unarklúbbum" i Ameríku,
og i sveita-æskulýðsfélög-
um víða um Evrópu. Hafa
tillögur þessar verið
ræddar i Skinfaxa, á
sambandsþingi og vafa-
laust einnig víða í félög
um. Hefir verið rætt um
að sækja einkum fyrir-
mynd til „Jordbrukare-
ungdomens förbund“ (J
U.F.) í Svíþjóð. Birz'
hafa í Sldnfaxa tvær ril
gerðir eftir forystumenr
þess félagsskapar, 1934
og 1935.
Nú er svo komið, af
byrjað verður á starfsem'
þessari af liálfu U.M.F.Í
í vor. Er það einn þátt
ur í framkvæmd 4. liðar
stefnuskrár vorrar, að
„vinna að j)ví, að næg og
lífvænlega atvinna bíði allra unglinga" o. s. frv. Verður byrj-
að að vísu i smáum stíl og i tilraunaskyni, en með þeirri
eindregnu trú, að hér sé upphaf inikillar og gagnlegrar starf-
semi.
Þess hefir áður verið getið, að eigi tókst að fá þann er-
lenda fjárstyrk, sem sambandsþing gerði sér vonir um, til
starfsemi þessarar. Hinsvegar hefir Alþingi sýnt lofsverðan
skilning á þeirri vakningu, sem orðin er í Umf., og hækk-
að styrk U.M.F.Í. um 2000.00 kr. á fjárlögum þessa árs. Ger-
ir það sambandinu fært, að auka starfsemi sína. En það ríð-
ur baggamuninn, að fært er að hefja ræktunarstarfsemina
með tiltölulega miklum krafti þegar í vor, að Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga hefir veitt U.M.F.Í. 1000 kr. styrk
til þessarar starfsemi. Er Umf. styrkur þessi stórmikils verð-
ur, og meira þó sá vinarhugur S.Í.S., er fram kemur í þess-
um drengilega stuðningi. — Enn væntum vér, að Búnaðarfélag
Haukur Jörundsson.