Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 51
SKINFAX!
51
efla hag skíðalistarinnar, ])á er það svo miklum mun meira
en algengur misskilningur, að hér hafa einmitt verið gjörðar
svo stórkostlegar róðstafanir í þessu efni, að ekki stendur
neitt að baki því, sem kunnugt er frá öðrum löndum, að
öðrii leyti en því, að fjárhagslegt bolmagn var hér minna
en þar.
Skíðalistin er ein af elztu líkamslistum, sem maðurinn get-
ur talið sér til gildis. Skiptir aldur hennar þúsundum ára, það
sem menn vita með vissu. Um liinn raunverulega uppruna
hennar veit enginn neitt ákveðið, en allar líkur benda til,
að þar sé um að ræða eitthvert isaldártímabil, og er eitt af
höfuðviðfangsefnum hinna miklu félaga, sem fara með mál-
efni skíðalistarinnar í Noregi og Svíþjóð, einmitt í því fólg-
ið, að grafast fyrir og safna sem flestu af því, sem orðið gæti
til þess að varpa ljósi yfir feril hennar og þroska.
Elztu sagnir, sem kunnar eru og staðfestanlegar með vís-
indalegum hætti, er að finna í Finnlandi. Hefir þar fundizt
skíði i jörð, í Riihimaki-mýrum, skammt fyrir norðan höfuð-
borg landsins, og er talið að það sé a. m. k. 3400 ára gamalt.
í Noregi hefir fundizt skiði, sem talið er 2500 ára gamalt, og
er það (framhluti) svo fallegt að allri lögun og beygju, að
beztu skíði nú á dögum taka því lítið fram. Þykir Norðmönn-
um mikið til þessa koma, og ber það ótvirætt með sér langan
þroskaferil sldðalistar þar í landi. Einnig hafa fundizt skiði
í Svíþjóð, sem talin eru a. m. k. jafngömul, og þar ó meðal
eitt (talið nærri 2000 ára), sem er með fótstuðnings útbún-
aði, til þess að auðveldara verði nauðsvnlegt hliðarvald yfir
skíðunum.
Hér á landi er skíðalistin jafngömul byggð landsins. í forn-
sögum vorum er þess getið á óvéfengjanlegan hátt, að menn
hafa talið skíðalistina á meðal hinna glæsilegustu og merkustu
íþrótta, og má þar til nefna ákvæði Grágásar viðvíkjandi þeim,
er gengið höfðu á gerðar sættir: Að sá skuli „Vargr rækr
svá viða sem — fiðr skriður = Finninn renni (gangi á skið-
um sínum) — fura vex, Valr flýgr vorlangan dag, standi hon-
um byrr beint undr báða vængi.“ Er hér átt við skíðagöngu
út af fyrir sig, en sagnir um afrek Hemings Áslókssonar
skýra aftur á móti frá hinni mestu leikni í brekkuferðum,
en þó hvergi óeðlilega. —
Um mðja 18. öld er skíðalistarinnar getið hér á landi, svo
að ekki verður véfengt, að hér hafa verið til afbragðs skíða-
menn. Er Eggert Ólafssyni lýst i æfisögu hans (Æfe Eggerts
Ólafs Sonar, Hrappsey 1784, bls. 13) á þessa leið: „Hann fór
4*