Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 67

Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 67
bKlNFAXl Íi7 reitir a Þingvöllum, Grund i Eyjafirði, HallorinsstaS og víðar. — Eftirmaður hans var A. Kofoed-Hansen, sem stýr'ði skóg- ræktarmálum vorum nál. 30 ár, og vann mikið verk, af á- huga og elju, við misskilning og illa aðbúð, og miklu minni þakkir en skyldi. Sumarið 1930 kom Flensborg forstjóri hingað heim, í hoði dansk-íslenzku lögjafnaðarnefndar.innar. Flutti hann fyrir- lestra við Háskóla íslands og ferðaðist víða um landið með Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra, að kynna sér skógrækt- armál vor og aðra rælctun. Um ferð sína og skógrækt lands- ins hefir hann skrifað dálitla bók: „Islands Skovsag. Fra en ltejse i Island i Sommeren 1930. Ved C. E. Flenshorg." (Sér- prent úr Hedeselskabets Tidskrift nr. 11, 1937). Rit þetta er mjög merkilegt og þess vert, að þvi sé mikill gaumur gef- inn. Enginn maður getur talað um skógrækt íslands af jafn- mikilli þekkingu og reynslu og Flenshorg forstjóri, en þó um leið með glöggri yfirsýn gestsins. Þess vegna hljótum vér að taka alveg sérstakl tillit til orða hans og álits um þetta efni. Herra Flensborg hefir sýnt Skinfaxa þá vinsemd, að senda honum rit sitt. Vér getum eigi stillt oss um að þýða úr því nokkrar setningar, því að frá þessum höfundi eru þær hreinn gleðiboðskapur öllum þeim, sem áhuga hafa á skógrækt: „.... Eiginleg skógrækt er ekki til á íslandi ennþá, en undirbúningsstörfin hafa verið unnin, og rikið hefir þegar eignazt allstór landsvæði, sem vaxin eru birkiskógi og kjarri, og á því sviði held eg líka að mikil skilyrði séu fyrir hendi á íslandi. Birkiskógar og barrskógar munu ekki aðeins prýða landið, veita íbúum þess tjávið, sem þeir þurfa svo mjög, og plöntur í nauðsynlegar skjólgirðingar um garða og tún. Á íslandi hefir skógurinn alveg sérstaka þýðingu fyrir landið, því að skógurinn einn er fær um að stöðva þá voðalegu eyði- leggingu, sem upphlástur og sandfok valda. Þúsundir hektara eyðast árlega af örfoki...... Ekkert annað en skóggræðsla getur stöðvað þessa eyðingu til fulls ....“ „.... Eg gel hugsað mér, að orsök þess, að einungis birki, reynir og viðir spretta villt á íslandi, sé aðeins og einvörð- ungu sú, að landið er einangrað og hin þungu fræ barrtrjánna hafa ekki komizt þangað. Birkifræ flýtur á vatni, berzt lang- leiðir með vindi og loðir við fiður og fætur fugla. En fugl- ar dreifa reynifræjunum, því að þeir eta berin, en kjarnar þeirra eru ómeltanlegir. Þess vegna er eg í engum efa um það, að barrviðir geta þrifizt og vaxið upp sem nvtjatré á 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.