Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 60
60
SKINFAXI
ii' einungis frá því, sem „fært var inn“. Hitt, sem aldrei var
fært inn í bækur, er svo geymt sem óraskanlegur „höfuðstóll“„
fólginn í endurminningum, sem eru þess eðlis, afi þeim verfi-
ur eiginlega ekki lýst með orðum. Og þær eru einnig þess
efilis, að þeim granda hvorki „mölur né ryfi“.
Það, sem hér hefir verið drepið á, af baráttu Umf. lil fyrir-
greiðslu skíðalistar hér á landi, er einungis einn þáttur, og
sérstæður að því leyti, að hann fjallar ekki um iðkun skíða-
listarinnar í raunverulegum skilningi. Þar hafa önnur Umf.
sínar sögur að segja, og sum hinar merkustu.
Bárust hingað við og við sagnir af skíðaferðum innan Umf.•
viðsvegar um land, og vöktu tvö félög á Norðurlandi, Umf.
Akureyrar og Umf. „Geisli“ í Aðaldal, sérstaklega alhygli á sér.
Þessi tvö Umf. efndu bæði til skiðamóta, og voru verðlaun
veitt þeim, er hlutskarpastir urðu.
Eru frásagnir af dugnaði Norðlendinga allar á einn veg, og
hera með sér, að þar hefir farið saman rótgróinn kunnug-
leiki á skíðaíþróttinni, óhugi og fullkominn skilningur á þvi,
hvað „við ælti“. En það, sem aðallega var tekið til iðkunar,
voru þeir þættir listarinnar, sem mest reyndu á harðfengi
og snarræði; en það mun hafa verið í nokkuð nánu sámræmi
við harða og ósveigjanlega lífsbaráttu þar um slóðir.
í upphafi voru „brekkuhlaup" aðalatriði þessara skíðamóta,
og var þá lögð áherzla á, að hraðinn gæti orðið sem allra
mestur, og verðlaunin miðuð við það, hvað vel menn stóðu
l)rekkuna og á skemmstum tíma. Síðar voru tekin á dagskrá
regluleg hengjuhlaup og virðist, eftir þvi, sem samhljóða frá-
sagnir hera, að þessi hlaup fram að hengjum, hafi verið afar-
erfið. Þannig mun ekki hafa verið farið geyst fram af liengju-
hrúninni, en aftur á móti úr þeim mun meiri hæð, og hafa
því hlaup þessi verið hin mesta þrekraun.
Skíðaganga var ekki reynd á skíðamótum þessum, og má
vera, að þar valdi nokkru um, að Umf. Geisli beitti sér einnig
og sérstaklega fyrir skautahraðhlaupi, og á í fórum sínum
hinar glæsilegustu endurminningar þar að lútandi. Myndu
þær sóma sér hið bczta við hlið þeirra afreka, sem hezt eru
á meðal annarra þjóða.
Skiðaganga var hvað eftir annað tekin til umræðu á fund-
um, en komst ekki til framkvæmda. Skíðamót Umf. Geisla
eru hin merkustu, fyrir allra hluta sakir, l)æði vegna afreka,
sem þar voru unnin, og þó sérstaklega fyrir hinn almenna
áhuga, sem þau glæddu, hæði heima fyrir og út í frá.
Þá er það og merkilegt mál, í sambandi við þessi skíða-