Skinfaxi - 01.04.1947, Side 5
SKINFAXI
5
íramfíð sveitanna.
Svar Ásmundar Sigurðssonar.
(Skirifaxi birtir hér svar Ásmundar ‘Sigurðssonar, alþm., við
spurningunni um framtiö sveitarina. Sjá síðasta liefti).
Hvaða ráð eru væn-
legust til þess að fólk
í sveitum landsins
verði sem fyrst og bezt
aðnjótandi tækni,
menntunar og menn-
ingar nútímans?
Ritstjóri Skinfaxa
hefur farið þess á leit
við mig, að ég reyndi
að svara þessari spurn-
ingu frá mínu sjónar-
miði, og vil ég með
þessum línum leitast
við að sinna þeirri ósk,
þótt ljóst- sé, að svo
umfangsmiklu efni
verði engan veginn
gerð fnll skil í stuttri tímaritsgrein.
Áður en lengra er farið, þykir mér rétl að gera
stuttlega grein fyrir minum skilningi á þeim hng-
tökum, er liér um ræðir, þvi oft eru þau notuð í
meira og minna óljósri merkingu.
Með tækni tel ég átt við sívaxandi framfarir í
atvinnuháttum og framleiðslu, að létta störfin með
vinnusparandi tækjum, og fá þannig sifellt meiri
afkösl og meiri framleiðslu fyrir sama eða minna
líkamlegt erfiði. Ennfremur notkun allra þeirra vinnu-
sparandi tækja, er létt geta lieimilisstörf og skap-
að þægindi á einn eða annan hátt.