Skinfaxi - 01.04.1947, Qupperneq 15
SKINFAXI
15
J^lefán ^/úUuiion :
• •
SkáBdið Orn Arnarson.
Niðurl.
Eftir 1934 átti Magnús jafnan viö mikla vanheilsu
að stríöa. Hann gat örsjaldan á heilum sér tekið, og
alltaf öðru hverju lá liann í sjúkrahúsi, sérstaklega
hin síðari árin. Það var hjartað, sem hilaði.
En andlegur þróttur skáldsins var aldrei meiri en
á þessum árum, og þá urðu til þau kvæði, sem lengsl
munu lifa. Tvennt mun liafa borið til þess, að skáld-
ið orti nú meir en áður og var ótrauðara að birta
kvæði sín. Þegar sjúkdómurinn tók að leggja liann
aftnr og aftur í rúmið, varð skáldskapurinn æ kær-
komnara atlivarf, þar sem nú var í svo fá hús að
venda. Magnús var og maður skyldurækinn með af-
brigðum, og eftir að hann var kominn á föst skálda-
laun, þótti honum sem liann yrði að láta eitllivað
eftir sig sjást. Ilafði liann orð á þessu við vini sína.
Engum duldist þó, er við liann ræddi, að ekki var hon-
um ljúft að birta oft ljóð á prenti. Og ef fyrir kom, að
eftir hann vorn lesin kvæði í útvarp lokaði hann jafn-
an fyrir tækið. Samt var hann stöðugur útvarpshlust-
andi og liugsaði mikið um efni útvarpsins, flutning
þess og frásagnir. Sendi hann útvarpsráði bréf og
lýsli þar skoðunum sinum og tillögum. Auðvitað setti
hann ekki nafn sitt undir bréfin.
Magnús hafði mikið gaman af spilum sem dægra-
dvöl. Mátti oft sjá hann á þessum árum silja við spil
með ýmsum öðrum í rakarastofu Andrésar Johnson,
en hann var góður kunningi Magnúsar. Oft komu
og kunningjar lians heim til hans til að spila við hann,
þegar hann var of veikburða til þess að geta verið á
stjái. Alltaf var Magnús jafn hægur og afskiptalaus,.