Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1947, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1947, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17 gróðri þess. Og þegar bárurnar féllu blíðlega um fjörugrjótið og sólin gyllti fjörðinn, gekk liann oft með sjónum og safnaði sjávargróðri. Þannig fann hann sál sinni fró. Ekki er að efa, að safn hans liefði orðið liið merkasta, hefði honum enzt líf og kraftar, svo nákvæmur sem hann var í störfum sínum. Magnús Stefánsson lét sig næsta litlu skipta ver- aldleg gæði. Hann eignaðist í rauninni aldrei neitt, nema þá lielzt bækur, þegar bezt lét. En þær urðu aldrei ýkja margar, þegar þess er gætt, hvílíkur bóka- maður hann var. Eignaleysi lians slafaði þó ekki af iðjuleysi eða óhófseyðslu. Magnús vann jafnan með- an heilsan enlist. En uppgripastörf hafði hann aldrei með höndum, og ferðalög og tilfærslur tóku sitt. Sennilega iiefði hann þó getað reitt saman löluvert á ævinni, ef áhugaleysi i þeim efrium liefði ekki ráðið úrslitum. Honum stóð gjörsamlega á sama um, þótt hann væri slyppur. Hann taldi og, að eignarétturinn hefði mörgu spillt. Eitt sinn um haust var Magnús að koma úr síldar- vinnu að norðan. Síld liafði ekki verið mikil, og sum- arið því í rýrara lagi. Þegar Magnús gekk frá skipi í Reykjavík, bar hann pjönkur sinar í poka á bakinu. Var það allt, er hann þá átti. í Hafnarstræti gekk liann inn í húð með félaga sínum, og skildi pokann eftir við dyrnar. Er þeir komu út aftur, var pokinn liorf- inn. Þá sagði Magnús: „.Tæja, ekki þyhgir hann mig þá niður lengur.“ Annað fékkst hann ekki um. Einu sinni á fyrri árum Magnúsar í Hafnarfirði, liafði honum verið sagt upp herberginu, sem hann bjó í, 14. mai. Leið nú að þeim degi, en ekki hafði liann nein umsvif við að leita sér að nýju húsnæði. Kunn- ingi hans einn, sem vissi um þetta, óttaðist, að liann kynni að taka þessu helzt til rólega, svo að hánn gekk heim til hans um morguninn til þess að ræða við hann um málið. Áður hafði hann kynnt sér, livar 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.