Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 27

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 27
SKINFAXI 27 in i iþróttum nieiri afrek en nokkru sinni áður, af- rek, sem okkur, hinum rosknu, liefði verið langt um megn, þegar við vorum ungir. í allri skipun sam- komunnar, stjórn hennar og undirbúningi, kemur fram elja og þróttur sterkrár og heilbrigðrar æsku. A þessu vori og sumri iiafa verið unnin í íþróttum afrek, sem ágæt munu talin á alþjóðamælikvarða. Trú okkar virðist vera að sannast, að minnsta þjóðin getur orðið hin mcsta, og hundrað þúsund geta boð- ið út hundrað milljónum. Nú munu nöldurseggirnir segja, að ekki sé alll fengið með likamlegum afrekum. En ég trúi því, að mikil afrek verða ekki unnin á neinu sviði, nema með miklum sálarstyrk og andlegum þroska. Ég gleðst af því í dag, að æskan er feðrum sínum fremri um marga hluti. Ég hef aldrei verið sterkari i minni barnatrú á framsókn alls, sem lifir og andann dregur. Æskumenn! Fyrir fjörutíu árum reistum við ung- mennafélögin á grunni, sem okkar feður liöfðu lagt. Við byggðum ])au upp með trú og fórnfýsi. Nú liafið þið tekið við. Byggið enn á grunni ykkar feðra, enn- þá traustara, ennþá fegurra, cnnþá hærra. En um fram allt: Munið það, þegar þið verðið rosknir og ný æska tekur við af ykkur, að rétta lienni höndina og treysta henni. Hún verður eflaust ykkur fremri á margan hátt. Jón Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.