Skinfaxi - 01.04.1947, Qupperneq 28
28
SKINFAXI
JJJUór J\riitjániion :
>>
Utvarpsræða um bindindismáG.
Góöir hlustendur!
Mér er þaö ljúft aö hlaupa hér í opiö skarð og tala
máli bindindisfélaga í skólum í fáeinar mínútur. Ég
lief frá þvi ég var harn reynt að liugsa af alvöru og
samvizkusemi um áfengismálin og nota þar ])á rök-
vísi og ályktunargáfu, sem mér cr tiltæk. Hugmyndir
mínar um mikilvægi bindindisstarfseminnar hafa
lengi verið ákveðnar, en aldrei ákveðnari en nú. Það
er því ekki af viljaleysi, þó að mér auðnist e. t. v.
ekki að fylla með fullri sæmd það skarð, sem ég á
hér að skipa.
Blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni.
Þetta eru einkunnarorð allra bindindissamtaka.
Þetta liggur þar til grundvallar, — tilfinningin fyrir
böli samferðamannanna, — röddin, sem vekur sam-
vizku mannsins og sviplir hann friði, þar til liann
er kominn í andstöðu og baráttu við böl bræðra sinna.
Það er ekki ágreiningur um áfengisbölið. Það er
staðreynd, sem ckki verður á móti mælt. Sundruð
heimili og sviknar tryggðir, afvegaleitt æskufólk,
auðnulausir aumingjar á ýmsum aldri. Menn falla
frá störfum vegna áfengisnautnar, jafnvel þeir, sem
vegna mannkosta, gáfna og menntunar virtust vera
fallnir til þess að vinna mikilvægustu störf.
Meðan talað er um skipulagningu vinnuaflsins, ný-
sköpun o. s. frv., vex drykkjuskapurinn ár frá ári,
svo að við missum stöðugt fóllc hans vegna, liópur
manna er alltaf verklaus af þessari eymd og ])úsund-
ir manna tefjast frá störfum dag og dag eða eru ekki
hálfir menn að gildi, þólt þeir liangi á vinnustað.
Heimilið er friðheilagt, segir stjórnarskráin, og við