Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 35

Skinfaxi - 01.04.1947, Side 35
SKINFAXI 35 <L'Linariion. í-narióon. ÍÞRÓTTAt=)ÁTTUR XI: Spreffhlaop. Til þcss að gera ljósari ýmis atriði spretthlaupsins, hef ég valið að liluta framsetninguna niður i fjóra þætti: I. við- hragðið, II. hlaupaskrefin, III. hvíldina, IV. hlauplok. I. VIÐBIÍAGÐIÐ. Sá, sem hefur sneggst viðbragð, hefur mestar likur fyrir sigri. Margur liefur lagt sig í líma við að stytta þann tíma, sem fer í viðbragðið, og ná um leið hinni mestu ferð á líkam- ann sem fyrst. Mestar framfarir urðu í spretthlaupatækni, þegar krop- viðbragðið var tekið í notkun, fyrir rúmum 50 árum. A. Mismunandi krop-viðbrögð. Athugun á millibili fóta ýmissa liinna heztu spretthlaupara í viðbragðsstöðu sýnir, að millibilið er nokkuð breytilegt. 1. Stutt krop (skotviðbragð). í beitingu þessa krops eru tær aftari fótar móts við liæl fremri fótar, þegar sprett- hlauparinn stendur uppréttur. Spretthlauparar hafa sjald- an styttra en þetta milli fóta. Reynslan befur leitt í ljós, að þessi staðsetning fóta veitir sneggst sprett-viðbragð. (Mynd 1A). 2. Meðal-krop. í beitingu þessa krops cr hné aftari fótar á móts við tær fremri fótar, þegar kropið er. (Mynd 1B). 3. Langt krop. í beitingu þessa krops er liné aftari fótar á njóts við hæl fremri fótar, þegar kropið er. Spretthlaup- arar hafa sjaldan lengra en þetta milli fóta í viðbragðinu, Reynslan hefur sýnt, að þetta sprettviðbragð er sízt til árangurs fallið. (Mynd 1C). 3*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.