Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 51

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 51
SKINFAXI 51 Kristján L. Gestsson, Þorsteinn Einarsson, Guðni. Kr. Guð- mundsson og Daníel Ágústínusson. Það er einnig eftirtektarvert, livaða áiirif lögin hafa haft fyrir starfsemi U.M.F.Í. og Í.S.Í.. Hjá U.M.F.Í. hefur félögum fjölgað frá 1941, úr 94 í 185 eða um 91. Héraðssamböndum hefur fjölgað úr 8 í l(i. Iljá Í.S.Í. hefur félögum á sama tíma fjölgað úr 115 í 213 eða um 98. Og héraðssamböndum úr 0 í 19. Aukin fjárframlög til sambandanna hafa leitt af sér aukna íþróttakennslu um allt land. Þá er ekki síður merkilcgt að athuga áhrif íþróttaíaganna fyrir íþróttastarfsemi skólanna. Skólaárið 1940—41 var sund kennt í 72 skólahverfum eða 32%, en skólaárið 1944—45 í 212 skólahverfum eða 91%. Þróun fimlcikakennslunnar liefur orðið svipuð i barnaskólunum. Höfuðáherzla hefur verið liigð á sundnámið, enda ríflegastur hluti af fjárveitingum íþrótta- sjóðs gengið til sundlaugabygginga viðsvegar um landið. Að lokum segir íþróttanefndin um iþróttalögin: „Nú hefur verið starfað samkvæmt iþróttalögunum í G ár og væri þá rétt að liugleiða, hvort gera þyrfti á þeim breytingar. Við álit- uin að ekkert það hafi komið fram við beitingu laganna, sem þyrfti að breyta. Rétt er að geta þess, að rætt hefur verið og skrifað um tvískiptingu íþróttaforustunnar, þar sem þvi er haldið fram, að íþróttaforustunni hafi verið skipt á tvær hendur — Í.S.Í. og U.M.F.Í. — með gildistöku íþróttalaganna. 4*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.