Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 54

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 54
54 SKiXFAXI Félagsmál. Umf. Reykjavíkur 5 ára. Félagið minntist afmælisins jneð veglegu samsæti í Tjarnar- lundi lö.marz í vetur, en stofn- dagur l'élagsins er 19. apríl 1942. Þar fóru fram ræðuhöld, söngur, afhending vcrðlauna og ýmislegt fleira var til skemmtunar. Aðalræðuna flutti Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari fyrir minni Aðalsteins heit- ins Sigmundsonar, er beitti sór aðallega fyrir stofnun félags- ins. Formaður Umf. Reykja- víkur er Stéfán Runólfsson frá Hólmi, og hefur liann verið ]>að síðan 1944 og sýnt frábær- an dugnað i störfum sínum. Hefur ])að undir forustu hans sigrað margvíslega byrjunar- örðugleika og hafið merkilcga starfsemi fyrir æskuna í Reykjavík og marga ung- mennafélaga, sem hér dvelja að vetrinum utan af lands- hyggðinni. En slíkum félögum vill Umf. Reykjavíkur taka opn- um örmum, og ættu Umf. utan Reykjavikur að notfæra sér það rækilega, ])ví margir dvelja þar lengi, þótt þeir eigi licim- ili annars staðar. í tilefni af 5 ára afmælinu, hefur Umf. Reykjavíkur gefið út myndarlegt félagsrit, 20 bls. í stóru broti, prýtt fjölda mynda. Forsíðumynd er af Aðalst. Sigm. Greinar eru eftir Ingimar Jóhannesson, Pál S. Pálsson, fyrsta formann félagsins, Pétur Sigurðsson, Björn Sigfússon, Grím S. Norðdahl, Lárus Saló- monsson, Stefán Runólfsson, Kristínu Jónsdóttur. Þá eru fréttir, kvæði o. fl. Myndir eru m. a. af öllum þeim er setið hafa i stjórn félagsins, íþróttakennuruin þess og íþróttafólki. Ritið er félaginu til hins mesta sóma.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.