Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 57

Skinfaxi - 01.04.1947, Page 57
SKINFAXI 57 alls staðar verið vel fagnað og eru félögin mjög ánægð með þessa starfsemi. Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar nemur nú rúml. kr. 23 þús. Hafa sjóðnum borizt kr. 100.00 frá limf. Dagsbrún i Austur-Landeyjum, kr. 1000.00 frá A. L.r Reykjavík, og frá Umf. Baldri, Hraungerðishreppi, kr. 300.00. Enn er heitið á Umf. að minnast sjóðsins. 50. afmælisdagur Aðalsteins heitins er 10. júlí næstkoniandi. Iíannlaganefnd. Stjórn U.M.F.Í. hefur kjörið Grim S. Norðdahl til þess að taka sæti fyrir U.M.F.Í. i bannlaganefnd þeirri, sem verið cr að stofnsetja, að tilhlutun framkvæmdanefndar Stórstúku íslands. Prófessor Richard Bech verður fimmtugur 9. júní næstk. Þessi mæti Yestur-íslend- ingur er ævifélagi U.M.F.Í. Hann hefur oft ritað i Skinfaxa, lætur sér mjög annt um ungmennafélögin og vill veg þeirra sem mestan. Skinfaxi flylur honum því beztu kveðjur í til- efni afmælisins. Lárus J. Rist, hinn góðkunni sundfrömuður, iþróttakennari og ungmenna- félagi hefur nú ritað æviminningar sínar. Nefnir liann bók- ina Synda eða sökkva. Þetta er góð bók, og verður hennar nánar getið i næsta liefti Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.