Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI einriig ,,list, sem logar af hreysti lifandi sál i greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga“. Líkamsrækt hefur frá uppliafi verið virkur þáttur í starfi Umf. Hefur verið um stöðuga l'ramsókn að ræða á því sviði. íþróttafélögin og einstæður dugn- aður og áliugi íþróttafulltrúa ríkisins eiga einnig sinn drjúga þátt í þeirri framvindu. Síðasta landsmót U.M.F.Í., sem háð var að Eiðum á síðastliðnu sumri, vitnaði ótvirætt um lifandi íþróttaáhuga. Gjörvulegir æskumenn mættust þar til keppni og leiks, tókust fang- brögðum og þreyttu íslenzka glímu. Það er sú íþrótt, sem er islenzkust allra íþrótta og krefst i senn dreng- skapar, snerpu og þreks. Æskan í dag er hávaxnari og frjálsmannlegri í framkomu en nokkru sinni fyrr síðan á söguöld. Segja má, að fyrri hluti 20. aldar, sérstaklega síðustu árin, hafi verið sannkölluð gullöld ytri hagsældar. Verum samt minnug þeirra sanninda, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Efnisleg vellíðan og gjörvuleg- ur líkami eru því aðeins góð, að sálrænar méinsemd- ir og veilur lioli ekki innan þann kjörvið. Kristilegar lífsvenjur og menningarviðhorf veit ég hollust hverj- um manni, hvort sem er í leik eða starfi, og óska ])ess, að æskumenn landsins iðki þær andlegu íþróttir jafn- framt þjálfun líkamans. Ræktun landsins okkar er annar meginþátturinn í menningarbaráttu Umf. Það slekkur enginn lengra en hann hugsar. Hug- sjónin að klæða landið skógi er mannræktandi við- bragð bjarlsýnnar æsku við rányrkju liðinna kvn- slóða. Það felst engin ásökun í því til þeirra kvnslóða, sem átlu í vök að verjast og urðu að brjóta til mergj- ar bein fósturjarðarinnar lil |)ess að viðhalda lífinu, og mátti þó engu muna. Trúin á lífið og seiglu kyn- stofnsins réði úrslitum i þeim hörðu átökum. Það er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.