Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI Það var unaðslegt að liorfa á stúlkur keppast við að leggja á horð. Það var nýstárleg keppni, sem sumir íþróttagarparnir litu háðskum augum i fyrstu, en eftir því, sem á keppnina leið, fylgdust menn með lienni af stakri eftirtekt og fundu, að hér var á ferðinni í- þrótt, sem að vísu lét ckki mikið yfir sér, en var i nánu sambandi við lífið sjálft. Starfsíþróttir eru þekktar hér á landi. Umf. höfðu áður fyrr sláttu- keppni i ýmsum félögum. Má einnig minna á þá mörgu hópa ungmennafélaga, sem komið hafa saman, þar sem veikindi eða annað ólán hefur að borið, og kep])zl við að slá sem mest fyrir þann sjúka; láta dagsverk- ið verða sem niest. Sjómenn hafa einnig starfskeppni á sínum hálíðis- degi. Það er þýðingarmikið fyrir þjóðina, að þegnarn- ir líli ekki á vinnuna sem böl. Vinnusvilc og hyskni eru lestir, sem fevja þjóðarmeiðinn. „Það sloða lítið stórir menn, ef starfsennl þeirra er litil“. Geymum ekki til morguns ])að, sem hægt er að gera i dag, er gullvæg regla. Eins og maðurinn sáir, mun hann og uppskera! Starfsíþróttum er ætlað að glæða áhuga og virð- ingu íyrir vinnunni. Afreksmaður á sviði íþrótta kepp- ir við sjálfan sig um að ná betri og betri árangri. Það er trú mín og von, að með keppni í störfum takisl Umf. að tendra áhugaeld og velvild lil allra góðra starfa, sem sluðli að því, að menn vinni með meiri gleði og nái betri árangri. Við ungmennafélagar megum að vísu ekki loka augunum fyrir því, sem miður fer, en þó sé það eink- um okkar starf að benda á þær brautir, sem til heilla horfa og halda ótrauðir inn á þær leiðir. Játum trú okkar á lífið, vinnuna og framtíðina með því að reyna ætíð að gera það, sem við vitum sannast og réttast. Þá mun okkur vel farnast.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.