Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 34
34 SKINFAXI hann kom að landi þar, sem skilyrðin voru sérlega góð, svo að hann þurfti ekki að fara lengra. Sjálfgerð höfn blasti við sjónum hin kærkomnasta sýn þreyttum sæfara. Sumri er tekið að halla. Skipshöfnin er orðin hvildarþurfi eftir vos og velting á úthafsöldum. En Garðar bregst ekki hlutverki sínu. Hvaða kraftur er það, sem ann honum ekki hvíldar, en hrekur hann á ný út á úfið haf? — Það eru móðuraugun, sem horfa austan úr Sviþjóð eftir syninum. Móður sinni má hann ekki bregðast. Og áfram er haldið umhverfis landið, unz sjóar gerast stórir og veður válynd. Þá er numið staðar í víkinni austan megin Skjálfanda og hús reist. Um vorið heldur hann áfram að kanna það af strönd- um landsins sem ekki hafði unnizt tími til um haustið. Síðan fer hann til Noregs og ber landinu vel sögu. — Eftir það er saga hans horfin i gleymsku. Hvað var um hann síðar ? Var móðir hans á lífi, þeg- ar hann kom heim? Vér getum spurt óteljandi spurn- inga um þessi einkennilegu mæðgin, en vér fáum eng- in svör. Uni, sonur Garðars, kom síðar til Lslands og átti að vinna landið undir Noregskonung. Er það tilviljun, að það er sonur Garðars, sem fær það hlutverk í hend- ur? Eða var talið að þeir feðgar ættu öðrum fremur eitthvert tilkall til valda á Islandi? Þær spurningar eiga sér ekki heldur svör. Enn eru drættir í þessari fáorðu sögu, sem vér höf- um ekki lilið á, en hafa of lengi legið duldir. Sagan getur um þrjá norræna menn, sem fyrstir stigu fæti á land á Islandi. Víkingurinn Naddoddur lendir hér af tilviljun, litast um, livort hann sjái nokkur merki mannabyggðar, sér þau ekki og hverlur í austurátt, el'tir að hafa gefið landinu nafnið Snæland. Flóki Vil- gerðarson fer hingað til búsetu, en hverfur aftur á brott og ber landinu illa sögu og nefnir það Island. Báðir eru þeir sýnilega í fjandsamlegum hug til hins

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.