Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 16
SKINFAXI 16 væi'i borið af ósýnilegum liöndum. — Já, nú skal ég þó lýsa, hugsaði ljósið, er það sveif frá kofadyrunum út í grásvartan geiminn. En hvað var þetta? Litla Ijósið undraðist og óttaðist. I5að sá ekkert nema mvrk- ur, og depillinn, sem það lýsti, sýndist þvi tæplega eins og stór og kofagólfið heima. — IJað cr af jivi, að ég er úti, hugsaði ljósið. — Ég á að lýsa upp stórt hús. Og ])að sveif áfram og inn í gevsistóran sal og hugð- ist nú lýsa milli lofts og veggja, eins og í kofanum sínum lieima. En hér varð önnur raunin á. Ljósið sá aðeins sjálft sig og litið eitt í kring, meira ekki. Hér var hátt lil lofts og vítt lil veggja, ])að var áreiðan- legt. En hví gálu geislarnir þá ekki lýst út i öll horn, þar sem ekkert var lil fyrirstöðu? Það skildi Ijósið ekki. Og ])að snarkaði og teygði sig, en ekki munaði hársbreidd, livað lýstist. Ljósinu sýndist jafnvel myrkrið færast nær. Það var eins og svartar loppur teygðu sig út úr myrkrinu lil að grí]>a það. Og Htla Ijósið ])aul út úr stóra salnum. Það var hrætt við loppuna svörtu og allt myrkrið. — Hér er þó mátulegt bús handa mér, lmgsaði litla Ijósið. Það sá timburkofa rétt Iijá sér og fór inn í hann. — Já, hér varð bjart af litla ljósinu. Hér var goll að vera. En varla hafði það komið sér fyrir, þegar vindgusli sló á ])að, svo það fór flatt, og var nærri slokknað. Annar gustur kom úr gagnstæðri átt og sló á ljósið, svo það forðaði sér hið bráðasta til að bjarga lífinu. Það hafði lent í þurrkhjalli. Nú var litla ljósið dapurt. Ömurleiki vonbrigðanna settisl að þvi, og þráin til að ljóma og lýsa var orðin veik. Þá bar það að stóru húsi, uppljómuðu. Hér hlýtur að vera gaman að vera, hér er svo bjart, hugs- aði það. Ilér hlýtur mér að líða vel, meðal binna fögru ljósa. Og litla ljósið smaug inn i húsið og kom sér fyrir rétt bjá rafljósakrónunni. — Alll í einu heyrir það sagt: — Hvaða tólgarskar er þetta, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.