Skinfaxi - 01.04.1953, Page 24
24
SKINFAXI
íslenzkir rithöfundar oi/ skáld VI.
liiiiiAmuiidiir (iisIaKon llagalín
GuðmuncLui' Gíslason
Hagalín er einn af afkasta-
mestu rithöfundum þjóðar-
innar. Hann hefur á margt
lagt gjörva hönd á sviði
skáldskapar og ritstarfa, og
í sumum efnum héfur hann
verið brautryðjandi.
G. G. H. er fæddur 10.
okt. 1898 í Lokinhömrum i
Arnarfirði, kominn af kjarn-
miklu, vestfirzku bænda-
guðmundur gíslabon fólki og sjósóknurum. HaJin
HAGALÍN , . '. , , - . , . ...
stundaði nam a Nupi og lija
prestinum á Rafnseyri, en seltist að því búnu í mennta-
skólann i Reykjavík. Hann hætti þó námi, er hann
var i 5. bekk, þá um tvítugt, og sneri sér að blaða-
mennsku. Var hann blaðamaður og ritstjóri um skeið,
og gaf jiá út fyrstu bók sína, Blindsker, sögur, ævin-
lýri og ljóð, (1921). Hann dvaldi i Noregi í Jirjú ár,
en árlega komu þó út eftir hann smásagnasöfn og
skáldsögur, Strandbúar (1923), Vestan úr Fjörðum
(1924), Veður öll válynd (1925), Brennumenn (1927),
Guð og Inkkan (1929). Skömmu eftir heimkomuna,
eða árið 1929, settist hann að á ísafirði og gerðist
Jiar bókavörður. Brátt hlóðust á liann alls konar störf
í þágu bæjarfélagsins og gegndi hann fjölmörgum
og margvíslegum trúnaðarstörfum. Jafnframt stund-
aði hann ritstörfin af kappi.
G. G. H- hefur rilað um þrjátíu bækur, smásögur,