Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 18
18 SIvINFAXI FÁNI U.M.F.Í. Á sambandsþingi U.M.F.Í., sem háð var í Hveragerði 1949, var samþykkt, að fáni U.M.F.Í. skyldi vera Hvítbláinn. Öllum fannst, vegna sögulegra raka, að Hvítbláinn væri sjálfkjörið merki hreyfingarinnar. Engar tillögur komu fram um aðra fánagerð. Hvítbláinn átti sinn sérstaka söng: „Rís þú unga . . . .“ Enginn minntist á, að hann væri fyrst og fremst fáni Stúdentafélags Reykjavíkur, og Umf. ættu aðra hugmynd um fánagerð með sömu litum. Vegna þess að ég hygg, að yngri kynslóðinni sé ekki kunnugt um mcrkan þátt og skyn- samlegar tillögur Umf. í fánamálinu, ætla ég, mest til fróð- leiks, að birta tillögur og greinargerð Umf. Akureyrar frá 1907 um þjóðfána. Eftirfarandi ávarp sendi stjórn Umf. Akureyrar hrepps- nefndum í landinu: Háttvirta hreppsnefnd! Ungmennafélag Akureyrar sendir yður kveðju Guðs og sína með árnun góðs árs! Eins og yður mun kunnugt vera, er þegar hafin sú hreyfing í Iandi hér, er fer fram á, að þjóð vor taki upp sérstakan ís- lenzkan fána, á láði og legi, og krefjist viðurkenningar á hon- um sem sýnilegu tákni sjálfstæðis íslands. Vér efumst ekki um, að öllum hugsandi mönnum og sönnum íslendingum muni ljóst, hversu mikilvægt mál það er, sem hér er um að ræða. En þá er og áríðandi, að menn um allt land sýni það í verki og leggi því lið sitt, það er þeir mega. Gerist það eðlilegast á þann hátt, að menn hvarvetna samein- ist um að styðja fánahreyfinguna, í orðum og athöfnum, þ. e. annars vegar gefi það öðrum skýrt til vitundar að þeir fylli flokk þeirra, er viðurkenndan sérfáua vilja, og hins vegar sjálfir viðhafi fánann og vinni þannig að því að ryðja honum til rúms. Til þess að gefa mönnum sem bezt færi á að neyta síns frjálsa tillöguréttar um það, hvernig hinn tilvonandi íslenzki fáni eigi að vera, leyfum vér oss að senda yður teiknaðar þær tvær hugmyndir, er mestan byr hafa hlotið enn sem komið er: Fána Stúdentafélags Reykjavikur — hvítan kross í feldi blám — og þann, sem kenndur er við félag vort hér á Akur- eyri, og að því einu leyti er frábrugðinn hinum, að blár kross

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.