Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 33
SKINFAXI 33 á fjársjóði og fangaráð, sem vinnast mættu með vopn- um, sýnir í þessu svo kristið hugarfar, að vel mætti ímynda sér, að hún hefði kynnzt þeirri trú eða komizt í snertingu við hana. — Og víkingurinn, Garðar Svav- arsson, hikar ekki við að fara að tilvísun móður sinnar. Hér má lesa milli línanna undurfagra sögu um móð- urást og handleiðslu, og glæsilegan vitnisburð um auð- sveipni og hlýðni sonar við móður. Það órofavald móð- ur yfir syni, og hið hiklausa traust sonar á móður, sem hvergi bilar, þótt blási á móti. Ekki var verkefnið árennilegt, sem móðirin lagði í hendur syni sínum. Hann átti að leita að landi lengst norður í úfnu Atlantshafi. Hann hafði engan áttavita, engin siglingatæki, ekkert við að styðjast, nema til- vísun móðurinnar. En með trúna á óskeikulleik henn- ar og móðurástina að leiðarstjörnu leggur Garðar út á opið haf. Lítil fleyta dansar um öldur, sem enginn skipskjölur hefur áður rist. „Hann kom að landi fyrir austan Horn liið eystra. Þar var þá höfn“. Þannig er landtökusaga Garðars. „Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland“ er áframhaldið. Hvers vegna getur Landnáma þess, að þar sem Garð- ar kom að landi var þá höfn, en getur annars ekkert um staðhætti hér, ckki einu sinni í Húsavik þar sem liann hafði vetursetu, og þó sigldi liann umhvei’fis landið og hlýtur að hafa mörgu kynnzt og margt séð á þeirri leið? Hér er söguhöfundurinn sýnilega að skýra frá því, sem honum finnst merkilegt, og er hann að lýsa Garð- ari en ekki landinu. — Og livaða lýsing er það þá, sem höfundurinn gefur Garðari í þessum fáu orðum? Hann er að undirstrika verkefni Garðars, og það, að hann bi'ást ekki lilutverki sínu. Frásögnin her skýrt með sér, að Garðar var ekki í landaleit, lieldur á landkönn- unarferð. Hann var kominn að liinu óbyggða landi, og 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.