Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI þetta álit á honum haldist. „Ef framkvæma á byltingu í Egypta- landi,“ sagði einn ungu mannanna við mig, „er stórum betra að sýnast ekki eins róttækur og maður er í raun og veru.“ Hvert er svo næsta skref hinna níu réttlátu í Egyptalandi? „Nú höfum við sett lög, sem mæla svo fyrir, að enginn megi taka þátt í opinberu lífi, sem auðgaz* hefur á stjórnmálavafstri,“ sagði einn þeirra við mig. „I dómnum verða fjórir foringjar úr hernum og þrír dómarar, og það þýðir, að gainla klíkan er alveg búin að vera. Þegar flokkarnir taka til starfa á ný, verður búið að hreinsa vandlega til í þeim.“ „Eruð þér að gera ráð fyrir, að þið endurreisið þingið og hafið kosningar á ný?“ spurði ég. „Vissulega," svaraði hann, „en enn þá höfum við ekki ákveðið, hvenær það verður. Við erum heldur ekki sam- mála um það enn, hvort við setjum á fót lýðræði eða konungs- ríki, og það mun taka nokkurn tíma að semja stjórnarskrá. Við munum gæta þess vandlega að ganga ekki frá stjórnar- skránni fyrr en iarðvegur er undirbúinn fyrir kosningar.“ Sadat ofursti og félagar hans voru ákaflega opinskáir við mig um allt nema fyrirætlanir sínar á stjórnmálasviðinu. En samt komst ég á snoðir um, að ákvörðun þeirra í síðasta mán- uði um að draga sig ekki út úr stjórnmálum, þótt Bretar yrðu á brott úr landinu, eins og upprunalega var þó heitstrenging þeirra, væri í rauninni upphafið á næsta skrefi þeirra í innan- ríkismálunum. Þeir eiga við mikla erfiðleika að etja. í við- reisnarstarfi sínu hafa þeir orðið að reka frá lendum marga hinna gömlu, auðugu landeigenda, og þcir búast við skemmdar- verkum og andspyrnu. Tveggja ára baðmullaruppskera lands- ins er óseld, og því eru öll viðskipti í rúst, og ríkið á barmi gjaldþrots. Þar sem þeir eru orðnir svo flæktir í stjórnmálin, geta þeir ekki snúið við. Þess í stað eru þeir tilneyddir að skipu- leggja sína eigin frelsishreyfingu. Til þessa hafa þeir eingiingu stuðzt við hervaldið. Nú ætla þeir að koma á fót pólitísku flokkskerfi, sem keppt geti við Vafdflokkinn í öll- um borgum og bæjum. Hver eru svo áform þeirra á næstunni? Ég gæti hugsað mér þessi atriði: 1. Samningur við Breta um Súdan. Og í kjölfar hans vona þeir að komi brottflutningur herliðs Breta af Suezeiðinu. Þá búast þeir við, að tiltölulega auðvelt verði að koma sér sam- an um tæknilega áætlun um yfirráð Eg.vpta á svæðinu á frið- artímum. 2. Bandarísk fjárhagsaðstoð til þess að bæta skaðann af því að baðmullaruppskera síðustu tveggja ára er óseld.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.