Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI verk, er geymi nafn hans um aldir. Þessi móðir er engin miðlungskona. Sagan segir hana framsýna. Til þeirra, sem framsýnir voru taldir, var leitað ráða, og að þeim bárust fréttir hvaðanæva. Þegar sonurinn kemur heim úr víking, hefur móðir- in fundið honum annað verkefni. Hún virðist ekki hrifin af vopnafrægð, þvi að hún bendir honum á, að með fleiru má vinna sér frægð en manndrápum og vígaferlum. Beda prestur hinn heilagi getur ]jess, að íundizt hafi land langt norður í hafi. Þar sé engin nótt, þegar hæst er sumar, en þar renni líka enginn dagur um miðjan vetur. Fregnir um land þetta munu eitthvað hafa bor- izt um meðal norrænna þjóða. Þó reyndu Irar að láta sem minnst verða uppskátt um landið. Þeir vildu gjarna eiga þar afdrep, sem aðrir ekki þekktu, þegar leilað var grimmilega á garða þeirra af heiðnum mönnum, sem rændu, undirokuðu og drápu ])á vegna hinnar nýju trúar þeirra, kristninnar. Hafi l'regnir um land þetta borizt til Norðurland- anna, eins og ég hef fullyrt hér að framan, var líklegasl, að þær bærust fyrst og fremst til eyrna þeim, sem framsýnir voru taldir, eða að minnsta kosti, að þeir veittu þeim helzt athygli. Hvort móðir Garðars hefur fengið fréttir 'af landi þessu, vitum vér ekki. Hitt er víst, að þvi er Landnáma hermir, að hún benti syni sínum á óbyggða landið og hvatti hann farar. Mjög geðþekkt finnst mér að luigsa mér hana liafa fengið vitneskjuna frá kristnum Irum, og að hugsa mér þá jafnframt, að trúarskoðanir hennar hafi um leið orðið í'yrir nokkrum áhrifum af kristinni trú. Það er svo óvenjulegt á þessum tíma, að mæður hvetji sonu sína til frægðarleitar á öðrum vettvangi en hernaðar og rána. Móðirin, sem bendir syni sínum í norður á ónumið land, i stað ]>ess að benda í austur eða vestur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.